Oportó Alþjóðlegur sýningameistari

Það er gaman að segja frá því að Oportó hefur hlotið titilinn Alþjóðlegur sýningameistari. Til að verða Alþjóðlegur sýningameistari þarf hundur að hljóta fjögur Alþjóðleg meistarastig (CACIB) á fjórum alþjóðlegum sýningum frá dómurum af a.m.k. þremur þjóðernum frá FCI aðildarlöndum. Að minnsta kosti eitt ár verður að líða frá því að hundur fær sitt fyrsta stig og til þess fjórða.
 

Aðeins þrjár Vizslur á Íslandi hafa hlotið Alþjóðlega meistaratitilinn. Fífa okkar varð sú fyrsta en síðan hafa Tara frá Selfossi og Jarðar Bassi bróðir Fífu einnig orðið Alþjóðlegir sýningameistarar.
 

Gleðilegt ár

Fyrstu áramót Amíru Fjólu eru gengin í garð og var hún ekkert að kippa sér upp við sprengjurnar enda hefur verið spilað fyrir hana byssu og sprengjuhvellir frá því að hún var aðeins nokkurra vikna hvolpur. Oportó var alveg sama um lætin en gamlárskvöld er versti dagurinn í lífi Fífu.   Á nýársdag var farið í heiðina og æfð leit og sókn með rjúpu.

Fram undan eru sýninganámskeið, hlýðniæfingar, æfingar í heiðinni og margt fleira skemmtilegt á nýju ári.

Óskum öllum gleðilegs nýs árs.

 

Excellent body

 

Að gefnu tilefni birti ég hér sýningardóm Gert Christensen um Oportó frá nóvembersýningu HRFÍ en um þá sýningu er fjallað í nýjasta tölublaði Sáms.

Meistaraflokkur 19. 11. 2011

3 years old. Well balanced dog. Scissar bite. Good muzzle. Nice eyes. Well set ears. Good neck and topline. Well set tail. Excellent body. Well angalated. Good bone. Moves very well. Nice temparament.
 
Excellent, Besti hundur tegundar, Alþjóðlegt meistarastig og 4. sæti í tegundahópi 7


 

SLO CH, ISShCh Vadászfai Oportó

Oportó hefur hlotið titilinn Slóvenískur sýningameistari. Oportó var sýndur í Slóveníu áður en hann kom til Íslands og hlaut þar frábæra dóma og meistarastig. Fyrir skömmu fengum við síðan staðfestingu frá Slóveníska hundaræktarfélaginu um meistaratitilinn ásamt skjali og flottri rósettu sem fer Oportó auðvita mjög vel.

Smellið myndina til að stækka.

Nóvembersýning HRFÍ

Oportó var sýndur í Meistaraflokki og var valinn besti hundur tegundar. Hann fékk sitt fjórða Alþjóðlega meistarastig sem þýðir að við getum sótt um titilinn Alþjóðlegur sýningameistari hjá FCI. Oportó hafnaði síðan í fjórða sæti í tegundahópi 7.

Holtabergs Amíra Fjóla og Holtabergs Alísa voru sýndar í Ungliðaflokki. Báðar systurnar fengu Excellent og frábærar umsagnir. Alísa var síðan valin besta tík og annar besti hundur tegundar. Alísa hlaut Íslenskt meistarastig nýorðin 9 mánaða, frábær árangur hjá Alísu sem var sýnd af miklu öryggi af eiganda sínum Hauki Baldvinsyni.
 
ISShCh Vadászfai Oportó: Exellent, BR I, BOB, M.EFNI, CACIB, TH-4
Holtabergs Alísa: Excellent, BT I, BOS, M.EFNI, Ísl. M.STIG
Holtabergs Amíra Fjóla: Excellent, BT II

Dómari var Gert Christensen frá Danmörku.

 

Holtabergs Askja

Ég fékk nýlega sendar myndir af Holtabergs Öskju sem hægt er að skoða í
myndabanka undir Vetur 2011.  Myndirnar tók eigandi hennar Aðalsteinn Leifsson
og má með sanni segja að þarna fari saman flott myndataka og gullfallegt myndefni.

Smelllið á myndina til að stækka :)

Vizsluganga við Kleifarvatn

Vizsluganga októbermánaðar var haldin við Kleifarvatn og lögðum við leið okkar þangað enda fyrir löngu kominn tími til að mæta aftur í göngu. Alls voru 12 Vizslur í göngunni ásamt eigendum sínum og þar af þrír hvolpar frá okkur þau Askja, Atlas og Astor.
Allir hundarnir voru lausir og alveg með ólíkindum hvað allt gekk vel. Vizslugöngur eru fyrsta sunnudag í hverjum mánuði og eru skipulagðar af Ólafi Valdín tengilið fyrir Vizslu hjá HRFÍ. Göngurnar eru auglýstar á vefsíðu Ólafs www.vizslur.net

Nokkrar myndir frá göngunni eru í myndabanka undir Haust 2011

Smellið á myndina til að stækka.

Hvolpahittingur við Hvaleyrarvatn

Um helgina hittust systkinin Amíra Fjóla, Alísa, Askja og Atlas við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði.
Það voru líflsglöð og hamingjusöm systkini sem hlupu um og léku sér, alveg ótrúleg orka sem þessir sjö mánaða hvolpar hafa.

Einnig var farið í nokkrar sækiæfingar bæði á landi og í vatni sem gekk alveg prýðilega.

Myndir frá Hvaleyrarvatni eru komnar í myndabankann.
 

ISShCh Vadászfai Oportó

ISShCh Vadászfai Oportó hljómar aldeilis vel.

Oportó er Íslenskur sýningameistari. Frábær árangur eftir aðeins þrjár sýningar hérlendis.
 
Til að hljóta titilinn Íslenskur sýningameistari þarf hundur að hafa hlotið
þrjú íslensk meistarastig á þremur sýningum HRFÍ hjá þremur mismunandi
dómurum og eitt af þeim eftir 24 mánaða aldur.
 

Æfingar

Undanfarna sunnudaga höfum við verið að æfa sókn undir leiðsögn Sigríðar Bíldal ræktanda og kennara. Sóknaræfingar voru nýverið við Snorrastaðatjarnir þar sem einnig var farið í vatnavinnu og mættu nokkrir Holtabergs hvolpar á æfinguna að þessu sinni ásamt eigendum sínum. Skemmtilegir og lífsglaðir 6 mánaða hvolpar sem voru viljugir að sækja en ekki eins glaðir með að þurfa að skila:)  Sumir voru að stíga sín fyrstu spor í vatnavinnu og það var gaman að sjá hvað eigendur þeirra voru þolinmóðir og gáfu hvolpunum sínum góðan tíma.

Myndir frá æfingunni er að finna í myndabanka undir Haust 2011