Holtabergs Atlas með 2. einkunn

Sækipróf Vorstehdeildar 18. ágúst 2012
Holtabergs Atlas tók þátt í sækiprófi Vorstehdeildar sem fram fór við Hvaleyrarvatn 18. ágúst.
Atlas fékk 16 stig af 20 mögulegum og hlaut 2. einkunn í prófinu.   Í sækiprófi í unghundaflokki fara hundar í sókn í vatni og leita/sækja með einum fugli í móa.  Eigandi Atlas er Gunnlaugur Már Briem og óskum við honum innilega til hamingju með frábæran árangur. Við hjá Holtabergsræktun erum ákaflega stolt af þeim félögum og það verður gaman að fá að fylgjast með þeim í framtíðinni.

Nokkrar myndir frá prófinu er að finna í myndabanka undir Sækipróf 2012
 

Smellið á myndina til að stækka.

Sumar og sól

Í sumar höfum við sótt æfingar hjá Vorsteh og Fuglahundadeild þar sem við höfum lært mikið og hundarnir okkar verið að standa sig frábærlega vel. Það er alltaf gaman að vinna með hundana sína, hitta annað fólk og læra af þeim sem reyndari eru. Það eru nýjar myndir í myndabanka frá æfingunum undir Sækiæfingar 2012. Nokkrar þeirra eru teknar af Pétri Alan Guðmundsyni og þökkum við honum kærlega fyrir lánið á þessum fallegu myndum. Einnig eru nýjar myndir af Holtabergs Atlas og Amíru Fjólu frá sækiæfingum þar sem systkinin hafa verið að æfa saman og nýjar myndir undir Sumar 2012.
 

 

Holtabergs Atlas og Amíra Fjóla

Systkinin Atlas og Amíra Fjóla hittust við Snorrastaðatjarnir og voru heldur betur ánægð að sjá hvort annað. Eftir að hafa hlaupið og leikið góða stund var farið með Atlas í nokkrar sækiæfingar með rjúpu á landi og sótti hann mjög vel og skilaði fallega í hendi. Síðan fengu systkinin sér sundsprett í Snorrastaðatjörnum enda bæði miklir sundgarpar. 

Nokkrar myndir í myndabanka.

 

Holtabergs Amíra Fjóla með 1.einkunn

Sækipróf fyrir rjúpnahunda 23. júní 2012
Amíra Fjóla hlaut 1. einkunn á sækiprófi Fuglahundadeildar sem fram fór þann 23. júní. Fjóla fékk frábæra umsögn dómara og hlaut 18 stig af 20 mögulegum. Í sækiprófi í unghundaflokki fara hundar í sókn í vatni og leita/sækja með einum fugli í móa. Það er gaman að geta þess að Fjóla er fyrsta og eina Vizslan sem hefur fengið einkunn á veiðiprófi hérlendis og erum við afar stolt af árangri hennar.  Nánar um prófið, önnur úrslit og fleira má finna á www.fuglahundadeild.is

Dómari: Svafar Ragnarsson

Nokkrar myndir frá sækiprófinu er að finna í myndabanka.

 

Æfingar fyrir sækipróf

Fuglahundadeild og Vorstehdeild hafa undanfarnar vikur verið með æfingar fyrir sækiprófin í sumar. Æfingarnar eru í Reykjavík á fimmtudögum og á Suðurnesjum á þriðjudögum.
Þetta eru æfingar sérstaklega fyrir sækiprófin í sumar en allir eru velkomnir til að sjá hvernig þetta fer fram og hafa jafnvel hug á að fara í próf í framhaldinu. Ég mæli eindregið með þessum æfingum enda Vizslan frábær sækihundur og hundarnir mínir hafa notið þessarar vinnu í sumar. Þó fólk hafi ekki hug á að fara í prófin er alltaf gaman að læra meira um hvernig hægt er að þjálfa og vinna með hundana okkar. Frekari upplýsingar um æfingarnar er að finna á heimasíðu fuglahundadeildar: www.fuglahundadeild.is

Myndir frá æfingunum má finna í myndabanka

Holtabergs Astor sigurvegari tegundahóps 7

Hundasýning Hundaræktarfélags Íslands 2.-3. júní 2012
Frábær sýning að baki þar sem Holtabergs Astor var valinn Besti hundur tegundar og vann þar með pabba sinn Oportó, gerði sér síðan lítið fyrir aðeins tæplega 16 mánaða og vann tegundahóp 7. Við erum ákaflega stolt af Astori og eiganda hans Pétri Erni Gunnarssyni og óskum honum og fjölskyldu hans enn og aftur innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.  Við hjá Holtabergsræktun eru alveg í skýjunum yfir árangri Astors okkar.

Holtabergs Astor: Excellent, BOB, Íslenskt meistarastig og Besti hundur í tegundahópi 7!
C.I.E. SLOCh ISShCh Vadászfai Oportó: Exellent, BR II, M.EFNI

Dómari: Sean Delmar

Smellið á myndina til að stækka, fleiri myndir í myndabanka.

Sumarið er komið

Sumarið er komið og skemmtilegir tímar framundan með löngum göngum, sækiæfingum, vatnavinnu, sýningum, hjólreiðatúrum og margt fleira. Við skelltum okkur í Vizslugöngu við Kleifarvatn og hittum þar m.a. Holtabergs Apríl Lukku og Atlas. Það voru fagnaðarfundir hjá systkinunum þegar að þau hittust. Oportó var aðeins of mikið að passa stelpurnar og skammaði ungliðana sem voru að gera sér dælt við þær. Eftir gönguna voru teknar nokkrar sundæfingar í Kleifarvatni. Nokkrar myndir frá göngunni ásamt myndum af hundunum okkar er að finna í myndabanka. Gunnlaugur Már Briem sendi okkur frábærar myndir af Holtabergs Atlas og hvet ég alla Holtabergs eigendur að senda okkur myndir.

Smellið á myndina til að stækka

Febrúarsýning HRFÍ 2012

Skemmtileg og viðburðarík sýning að baki. Oportó var sýndur í Meistaraflokki og var valinn Besti hundur tegundar og fékk sitt fimmta Alþjóðlega meistarastig. Í úrslitum í tegundahópi 7 hlaut hann þriðja sæti. Holtabergs Astor, Atlas og Alísa voru sýnd í Ungliðaflokki. Holtabergs Astor fékk einkunnina Excellent og var valinn annar besti rakki tegundar með Íslenskt meistarastig.
Atlas og Alísa fengu einkunnina Very good.

Við tókum líka þátt í ræktunar og afkvæmahópi.
Í ræktunarhópi voru Holtabergs Alísa, Astor og Atlas og fékk hópurinn Heiðursverðlaun og fjórða sæti í úrslitum dagsins.
Í afkvæmahópi var Oportó ásamt Alísu, Astor og Atlas og fékk hópurinn Heiðursverðlaun og þriðja sæti í úrslitum. Glæsilegur árangur á okkar fyrstu ræktunar og afkvæmasýningu. 

Pétur Örn Gunnarsson eigandi Astors og Gunnlaugur Már Briem eigandi Atlas voru að sýna á sinni fyrstu sýningu og stóðu sig frábærlega vel.  Hauki Baldvinssyni eiganda Alísu þökkum við fyrir að treysta okkur fyrir Alísu.  Kristjönu vinkonu minni hjá Ice Tindra ræktun þökkum við kærlega fyrir hjálpina.

C.I.E. SLOCh ISShCh Vadászfai Oportó: Exellent, BR I, BOB, M.EFNI, CACIB, TH-3
Holtabergs Astor: Excellent, BR II, M.EFNI, Íslenskt meistarastig
Holtabergs Atlas: Very good
Hotabergs Alísa: Very good
ISShCh Jarðar Bassi: Excellent

Dómari var Marja Talvitie frá Finnlandi.

 

Afmælishittingur

18. febrúar 2012
Holtabergs Vizslur og eigendur hittust í tilefni eins árs afmælis Atlas, Apríl Lukku, Alísu, Astors, Öskju og Amíru Fjólu. Farið var í fínan göngutúr í heiðinni í hressandi rigningu. Síðan var haldið í Bláu reiðhöllina á svæði Hestamannafélagsins Mána þar sem farið var í sýningarþjálfun og kaffi.

Frábær dagur þar sem bæði hundar og eigendur skemmtu sér vel.

Nokkrar myndir frá göngunni í myndabanka.
 

Holtabergs Vizslur árs gamlar

 

Fyrir ári síðan, þann 18. febrúar 2011 komu 6 gullmolar í heiminn. Þetta voru þau Atlas, Apríl Lukka, Alísa, Astor, Askja og Amíra Fjóla.

Innilega til hamingju með daginn Holtabergs Vizslur og eigendur.

Smellið á myndina til að stækka.