Sækiæfingar í sumar

31. maí 2013
Nú eru sækiæfingarnar byrjaðar og eru skipulagðar æfingar á fimmtudögum í Reykjavík og á þriðjudögum á Suðurnesjum. Það væri gaman að sjá fleiri eigendur mæta með hundana sína því Vizslurnar okkar hafa verið að sýna mjög flotta vinnu. Í fyrrasumar fengu tvær vizslur einkunnir í unghundaflokki á sækiprófum. Holtabergs Amíra Fjóla 1. einkunn og Holtabergs Atlas 2. einkunn. Nánari upplýsingar um sækiæfingarnar eru að finna á heimasíðu Fuglahundadeildar http://www.fuglahundadeild.is/

Holtabergs Alísa Besti hundur tegundar

24. febrúar 2013
Alþjóðleg sýning Hundaræktarfélags Íslands var haldin um helgina. Þrjár Vizslur voru mættar til leiks að þessu sinni, Vadászfai Oportó og tvær gullfallegar dætur hans þær Holtabergs Amíra Fjóla og Holtabergs Alísa. Holtabergs Alísa var valin besti hundur tegundar með Íslenskt og Alþjóðlegt meistarastig. Alísa hefur nú fengið þrjú Íslensk meistarastig á sýningum HRFÍ og getur því sótt um  titilinn Íslenskur sýningameistari.  Við hjá Holtabergsræktun erum ákaflega stolt af Alísu og óskum Hauki Baldvinssyni og fjölskyldu enn og aftur innilega til hamingju. Oportó var valinn annar besti hundur tegundar með Alþjóðlegt meistarastig.  Holtabergs Amíra Fjóla var valinn önnur besta tík tegundar með vara - Alþjóðlegt meistarastig.

C.I.E. SLO CH ISShCh Vadászfai Oportó, Excellent, BR1, BOS, CACIB
Holtabergs Alísa, Excellent, BT1, M.EFNI, BOB, CAC, CACIB
Holtabergs Amíra Fjóla, Excellent, BT2, M.EFNI, V-CACIB

Dómari var Niksa Lemo frá Króatíu

Smellið á myndina til að stækka

 

Holtabergs Vizslur 2 ára

18.02. 2013
Þann 18. febrúar 2011 fæddust Atlas, Apríl Lukka, Alísa, Astor, Askja og Amíra Fjóla í nákvæmlega þessari röð.  Þau eignuðust öll frábærar fjölskyldur og það er búið að vera gaman að fá að fylgjast með þeim í þessi tvö ár sem liðin eru.  Til hamingju með daginn kæru Holtabergseigendur.  Í tilefni dagsins var hittst og farið í góðan göngutúr með systkinunum.  Myndir frá göngunni eru að finna í myndabanka undir Vetur 2012/13 og þökkum við Aðalsteini Leifssyni eiganda Öskju kærlega fyrir lánið á myndunum.

Smellið á myndina til að stækka

 

Hvolpar fæddir hjá Kjarrhólaræktun

Þann 10. janúar gaut C.I.E. ISShCh Tara frá Selfossi 8 yndislegum og hraustum hvolpum.  Pabbi hvolpanna er C.I.E. SLO CH ISShCh Vadászfai Oportó okkar.  Virkilega spennandi got undan glæsilegum foreldrum.   Það verður gaman að fylgjast með þessum gullmolum í framtíðinni. 
Eigandi Töru er Ólafur Valdín og er hann með heimasíðuna www.vizslur.net auk þess er hægt að ná í hann í netfangið vizslur@vizslur.net eða í síma 698-6160

Smellið á myndina til að stækka

Flottur árangur 2012

Það er rík ástæða til að skoða árið 2012 og fagna þeim frábæra árangri sem hundarnir okkar voru að skila bæði í vinnu og á sýningum HRFÍ. Án efa besta árið í sögu Ungverskrar Vizslu hér á landi. Kærar þakkir til ykkar kæru Holtabergseigendur fyrir dugnaðinn og mikinn metnað fyrir hönd hundanna ykkar. Nokkur Íslensk og Alþjóðleg meistarastig komu inn á þeim fjórum sýningum HRFÍ sem haldnar voru á árinu. Þar má nefna Oportó, Astor, Alísu og Apríl Lukku sem öll fengu Íslensk og Alþjóðleg meistarastig. Við áttum tvisvar sinnum sigurvegara í tegundahópi 7 á árinu þar sem þeir feðgar Astor og Oportó unnu með glæsibrag. Tvær Vizslur fengu einkunn á sækiprófum í sumar. Amíra Fjóla hlaut 1. einkunn á sækiprófi Fuglahundadeildar og Atlas hlaut 2. einkunn á sækiprófi Vorstehdeildar. Holtabergsræktun var með ræktunar og afkvæmahóp á febrúarsýningu HRFÍ og hlutu heiðursverðlaun og sæti í úrslitum. Við tókum þátt í Ljósmyndasamkeppni Sáms og var mynd af þeim systrum Alísu og Amíru Fjólu valin ein af 10 myndum sem þóttu standa upp úr í keppninni.  Oportó, Amíra Fjóla og Apríl Lukka kláruðu sýninganámskeið I og II ásamt sýnendum sínum. Alísa og eigandi hennar sótti hlýðninámskeið hjá Hundalíf. En fyrst og síðast eru Holtabergshundar mikilvægir og elskaðir fjölskylduhundar.
Sjáumst á næsta ári :)

Oportó sigurvegari tegundahóps 7

Nóvembersýning HRFÍ 2012
Oportó var valinn besti hundur tegundar á Alþjóðlegri hundasýningu HRFÍ og náði síðan þeim glæsilega árangri að vinna tegundahóp 7. Við erum ákaflega montin af Oportó sem og afkvæmum hans tveimur sem sýnd voru að þessu sinni. Holtabergs Astor og Holtabergs Alísa fengu bæði Excellent og Íslensk og Alþjóðleg meistarastig. Astor var valinn annar besti rakki tegundar og Alísa var valin besta tíkin og annar besti hundur tegundar. Aldeilis frábær árangur hjá Holtabergs vizslum og óskum við eigendum þeirra innilega til hamingju.

C.I.E. SLO CH ISShCh Vadászfai Oportó: Excellent, M. EFNI, CACIB, BOB, BOG1
Holtabergs Astor: Excellent, M. EFNI, CAC, V-CACIB, BR2, Eigandi Astors er Pétur Örn Gunnarsson
Holtabergs Alísa: Excellent, M. EFNI, CAC, CACIB, BT1, BOS, Eigandi Alísu er Haukur Baldvinsson

Dómari: John Walsh frá Írlandi.

Nokkrar myndir frá sýningunni í myndabanka

Spennandi pörun

C.I.E. SLO CH ISShCh Vadászfai Oportó og C.I.E. ISShCh Tara hafa verið pöruð og ef allt hefur gengið að óskum þá ættu gullfallegir Vizsluhvolpar að fæðast í janúar. Tara er í eigu Ólafs Valdíns á Selfossi.  Allar upplýsingar um Oportó má finna hérna á síðunni og upplýsingar um Töru má finna á heimasíðunni www.vizslur.net

Áhugasamir geta haft samband við Ólaf í netfangið vizslur@vizslur.net eða í síma: 698-6160

Í Hljómskálagarðinum

Við Amíra Fjóla skelltum okkur í árlega Laugavegsgöngu HRFÍ. Þá er gengið niður Laugaveg með Lúðrasveit Kópavogs í fararbroddi og er þetta eini dagur ársins þar sem hundar eru velkomnir á Laugaveginn. Fyrir utan að vera skemmtileg tilbreyting og mikil stemming er þetta góð umhverfisþjálfun fyrir hundana. Gangan endaði í Hljómskálagarðinum þar sem við áttum skemmtilegt spjall við Vizslueiganda sem gaf sig á tal við okkur.

Gunnlaugur Már Briem eigandi Holtabergs Atlas sendi okkur flottar myndir sem hægt er að finna ásamt fleiri myndum í myndabanka undir Haust 2012

Holtabergs Askja

Holtabergs Askja kom nýverið til okkar í nokkurra daga pössun. Askja er yndislegur persónuleiki og var fljót að falla inn í rútínuna hjá okkur.   Það var gaman að fylgjast með henni í heiðinni þar sem hún gaf ekkert eftir, þvílíkur kraftur í henni.   Aðalsteinn eigandi Öskju sendi okkur nokkrar myndir sem hann tók af hundunum í heiðinni, alveg meiriháttar fallegar myndir sem við þökkum kærlega fyrir.  Myndirnar má finna í Haust 2012

Smellið á myndina til að stækka

Holtabergs Apríl Lukka BOB, CAC, CACIB

Haustsýning HRFÍ 25. ágúst 2012
Holtabergs Apríl Lukka var sýnd í unghundaflokki á haustsýningu HRFÍ. Hún varð Besti hundur tegundar og hlaut Íslenskt og Alþjóðlegt meistarastig. Það er frábært að sjá hvað Holtabergs Vizslum er að ganga vel og óskum við Sturlu og Bryndísi eigendum Apríl Lukku sem og Ölmu Dögg sýnanda hennar innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.

Holtabergs Apríl Lukka: Excellent, BOB, CAC og CACIB. Eigandi Lukku er Sturla Halldórsson

Dómari: Rita Reyniers frá Belgíu

Nokkrar myndir frá sýningunni er að finna í myndabanka