Sumarsýning HRFÍ

Víðidalur 22. júní 2014

Ungliðaflokkur Rakkar
Lewis, Very good
Ungliðaflokkur Tíkur
Embla, Very good
Sif, Excellent
Opinn flokkur Tíkur
RW-13 Holtabergs Amíra Fjóla, Excellent, meistaraefni, Besti hundur tegundar, Íslenskt meistarastig.
Ræktunarhópur
Árni Gunnar Gunnarsson (Lewis, Sif, Embla) Heiðursverðlaun.

Dómari: Péter Hársányl frá Ungverjalandi

Amíra Fjóla fékk sitt þriðja Íslenska meistarastig og hefur því náð tilsettum fjölda til að sækja um Íslenskan meistaratitil.

 

 

Febrúarsýning HRFÍ 2014

23. febrúar 2014
Að þessu sinni var enginn Holtabergshundur sýndur.  Oportó átti þó þrjú glæsileg afkvæmi á sýningunni. Systurnar Embla og Sif sem eru undan Jarðar Heru og Oportó voru sýndar í hvolpaflokki 4- 6 mánaða og fengu báðar heiðursverðlaun. Embla var síðan valin besti hvolpur tegundar. Kjarrhóla Krafla sem er undan Töru frá Selfossi og Oportó var sýnd í unghundaflokki og fékk Excellent. Jarðar Hera var sýnd í öldungaflokki og fékk Excellent. Frábært að sjá hvað Hera er komin í flott form eftir að hafa átt hvolpa fyrir einungis tæpum 6 mánuðum síðan.

Hvolpaflokkur 4 - 6 mánaða
Embla: 1. sæti tíkur, Besti hvolpur tegundar, Heiðursverðlaun
Sif: 2. sæti tíkur, Heiðursverðlaun
Ungliðaflokkur
Kjarrhóla Krafla, Excellent
Öldungaflokkur
Jarðar Hera, Excellent

Myndir frá sýningunni er að finna í myndabanka undir Febrúarsýning 2014.
Myndirnar tók Pétur Alan Guðmundsson og þökkum við honum kærlega fyrir lánið á myndunum.

 

Embla á hvolpasýningu HRFÍ

31. janúar 2014
Embla dóttir Oportós okkar og Jarðar Heru var sýnd á Hvolpasýningu Hundaræktarfélags Íslands sem haldin var þann 15. janúar s.l.
Embla fékk  frábæra dóma, valin besti hvolpur tegundar með heiðursverðlaun.  Það verður gaman að fylgjast með þessum fallega hvolpi í framtíðinni. Eigandi og ræktandi Emblu er Árni Gunnar Gunnarsson.

Fleiri myndir af Emblu er að finna í myndabanka undir vetur 2013/2014

ISShCh Holtabergs Alísa

Alísa hefur hlotið titilinn Íslenskur sýningameistari og er sú fyrsta af afkvæmum Fífu og Oportós til að fá meistaratitil. Alísa býr ásamt eigendum sínum á hestamiðstöðinni Austurási rétt utan við Selfoss. Eigendur Alísu eru Haukur Baldvinsson og Ragnhildur Loftsdóttir og óskum við þeim innilega til hamingju með þessa gullfallegu og yndislegu tík. Við eru ákaflega stolt af fyrsta meistaranum úr hópnum okkar og vonandi eiga fleiri systkini Alísu eftir að feta í fótspor hennar áður en langt um líður :)

Til að hljóta titilinn Íslenskur sýningameistari þarf hundur að hafa hlotið þrjú íslensk meistarastig á þremur sýningum HRFÍ hjá þremur mismunandi dómurum og eitt af þeim eftir 24 mánaða aldur.

Nóvembersýning HRFÍ 2013

17. nóvember 2013
Á sýninguna voru mættar systurnar Holtabergs Apríl Lukka, Alísa og Amíra Fjóla.
Dómarinn var mjög hrifinn af Lukku og Alísu og fengu þær Excellent og meistarastig.
Amíra Fjóla fékk Very good að þessu sinni og fannst dómaranum hún vera of grönn.
Alísa var valin besta tík og  besti hundur tegundar með Alþjóðlegt meistarastig. 
Apríl Lukka var valin önnur besta tík tegundar með Íslenskt meistarastig og vara-CACIB

Við fórum síðan með skvísurnar  í ræktunarhóp þar sem Holtabergsræktun fékk
heiðursverðlaun og flotta umsögn.

ISShCh Holtabergs Alísa, Excellent, BOB, CACIB
Holtabergs Apríl Lukka, Excellent, CAC, V-CACIB
Holtabergs Amíra Fjóla, Very good
Holtabergsræktun, Heiðursverðlaun

Dómari: Harri Lehkonen frá Finnlandi

Smellið á myndina til að stækka : )

 

Laugavegsganga 2013

5. október 2013
Við Oportó skelltum okkur í Laugavegsgöngu Hundaræktarfélags Íslands sem er árlegur viðburður þar sem gengið er niður Laugaveginn og endað í Hljómskálagarðinum. Markmið göngunnar er að gera ábyrgt hundahald sýnilegt almenningi. Í göngunni hittum við vizsluna Max og eigendur hans en Max er undan innflutta parinu Hugo og Heru.

Nokkrar myndir frá göngunni er að finna í myndabanka undir Vetur 2013

 

 

Flottar systur

Haustsýning HRFÍ 2013
Systurnar Holtabergs Alísa og Holtabergs Amíra Fjóla fengu góða dóma á sýningu HRFÍ þann
7. september s.l.  Alísa var valin Besti hundur tegundar og fékk Alþjóðlegt meistarastig.  
Amíra Fjóla var önnur besta tík tegundar og fékk Íslenskt meistarastig þar sem Alísa er komin með þann fjölda Íslenskra meistarastiga sem til þarf til að hljóta titilinn Íslenskur sýningameistari.  Hálfsystir þeirra, hin flotta og fjöruga Kjarrhóla Krafla var sýnd í hvolpaflokki og hlaut heiðursverðlaun.   

Holtabergs Alísa: Excellent, M.efni, BT1, BOB, CACIB
Holtabergs Amíra Fjóla: Excellent, M.efni, BT2, CAC
Kjarrhóla Krafla: Besti hvolpur tegundar, Heiðursverðlaun

Dómari: Frank Kane frá Bretlandi

 

Gullfallegir hvolpar fæddir

9. september 2013
Fæddir eru 6 yndislegir og heilbrigðir hvolpar undan Jarðar Heru og C.I.E. SLO CH ISShCh Vadászfai Oportó okkar. Virkilega spennandi got sem vert er að skoða.

Áhugasamir geta haft samband við eiganda Heru, Árna Gunnar í síma 8611369 eða í netfangið jardarhera@gmail.com.  Einnig er Árni með síðu á facebook undir Jarðar Hera þar sem hægt er að sjá myndir af krílunum :)

 

Væntanlegt got 2013

C.I.E. SLO CH ISShCh Vadászfai Oportó og Jarðar Hera hafa verið pöruð. Heru þekkjum við vel þar sem hún hefur komið nokkrum sinnum í pössun til okkar. Hún er alveg yndislegur persónuleiki, ákaflega blíð og barngóð. Hera hefur verið sýnd á sýningum HRFÍ og hlotið 1. einkunn.
Einnig hefur hún ásamt eiganda sínum farið á hlýðninámskeið og námskeið fyrir standandi fuglahunda með góðum árangri.

Upplýsingar um árangur Oportós og afkvæma hans er að finna hérna á síðunni.

Frekari upplýsingar gefur eigandi Heru, Árni Gunnar Gunnarsson, netfang: jardarhera@gmail.com, sími:8611369

Holtabergs Amíra Fjóla RW-13

1. júní 2013
Sumarsýning HRFÍ var að þessu sinni Reykjavík winner sýning þar sem Besti hundur tegundar og Annar besti hundur tegundar fengu titilinn Reykjavík winner 2013. Að þessu sinni voru þrjár Vizslur mættar til leiks. Holtabergs Amíra Fjóla var valin Besti hundur tegundar og ber því tiltilinn Reykjavík winner 2013. Fjóla fékk einnig Íslenskt meistarastig. Kjarrhóla Krafla sem er undan Töru frá Selfossi og Oportós okkar gerði sér lítið fyrir og vann Besta hvolp sýningar á laugardeginum. Glæsilegur hvolpur sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni. Eigandi Kröflu er Ólafur Valdín á Selfossi. Holtabergs Astor fékk Excellent, frábæran dóm en þar sem hann var ekki tilbúin að sýna sig sem skildi fékk hann ekki framhald.

Holtabergs Amíra Fjóla, Excellent, BOB, CAC, RW-13
Holtabergs Astor, Excellent
Kjarrhóla Krafla, heiðursverðlaun, Besti hvolpur sýningar

Dómari: Paul Jentgen frá Lúxemborg

Nokkara myndir frá sýningunni er að finna í myndabanka.