Meistarastigssýning/Norðurljósasýning

Víðidalur 23. - 24. maí 2015
Tvö afkvæmi Jarðar Heru og Oportós okkar þau Hugo (Loki í ættbók) og Embla voru sýnd á tvöfaldri Meistarastigssýningu/Norðurljósasýningu HRFÍ. Á sýningunni gátu hundar hlotið Íslensk meistarastig báða dagana auk þess sem Besti hundur tegundar (BOB) og Annar besti hundur tegundar (BOS) báða dagana gátu hlotið titilinn NLW-15 (Northern lights winner - 15)
Hugo sem er í eigu Elínar Þorsteinsdóttur og Embla sem er í eigu Eddu Sigurðardóttur stóðu sig frábærlega vel og fengu bæði Íslensk meistarastig og Norðurljósatitilinn. Hugo gerði sér síðan lítið fyrir og fór í 2. og 3. sæti í tegundahópi 7

Meistarastigssýning
Hugo, Excellent, meistaraefni, Besti rakki, Besti hundur tegundar,  Íslenskt meistarastig, 3. sæti í tegundahópi 7
Embla, Excellent, meistaraefni, Besta tík, Annar Besti hundur tegundar, Íslenskt meistarastig.
Dómari: Harto Stockmari frá Finnlandi

Norðurljósasýning
Hugo, Excellent, meistaraefni, Besti rakki, Besti hundur tegundar, Íslenskt meistarastig, 2. sæti í tegundahópi 7, NLW-15
Embla, Excellent, meistaraefni, Besta tík, Annar Besti hundur tegundar, Íslenskt meistarastig, NLW-15
Dómari: Liliane De Ridder-Onghena frá Belgíu

Myndir frá sýningunni er að finna í myndabanka

 

 

 

Vizsla á facebook

Gaman að segja frá því að það hefur verið stofnuð síða á facebook fyrir eigendur Ungverskrar vizslu á Íslandi. Stofnandi síðunnar er Elín Þorsteinsdóttir en hún á vizsluna Hugo.  Síðan ber heitið Ungversk vizsla á Íslandi.

Endilega allir að vera með :)

 

Nóvembersýning HRFÍ

8. nóvember 2014
Að þessu sinni voru þrjár vizslur sýndar, Oportó og dætur hans Sif og Apríl Lukka.
Dómaranum þótti mest til Sifjar koma og gaf henni einkunnina Excellent.
Oportó fékk einkunnina Very good og Apríl Lukka Good.

Dómari var Espen Engh frá Noregi.

Myndir frá sýningunni er að finna í myndabanka undir Vetur 2014/15

 

Leikskólaheimsókn

Undanfarin ár hafa Vizslurnar okkar farið í heimsókn í leikskólann Gefnarborg í Garði.  Að þessu sinni fór Fjóla með börnunum á Hálsakoti í gönguferð út í náttúruna. 
Börnin fengu að klappa Fjólu og horfa á hana leita að dummy í háu grasi.  Þess á milli skokkaði Fjóla róleg við hlið barnanna sem nutu þess að fá að hafa hana með í ferðinni enda er hún með eindæmum barngóð og blíð.

Smellið á myndina til að stækka

 

Haustsýning HRFÍ

6. september 2014
Oportó og dóttir hans Sif héldu uppi heiðri Ungversku Vizslunnar á Haustsýningu HRFÍ. Þau eru glæsilegir fulltrúar sinnar tegundar og fengu bæði frábærar umsagnir dómarans Jo Schepers frá Hollandi. Sif sem einungis er 11 mánaða fékk sitt annað Íslenska meistarastig, gullfalleg tík undan Jarðar Heru og Oportó sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni. Eigandi Sifjar er Halldór S. Olgeirsson. Oportó var valinn Besti hundur tegundar og fékk Alþjóðlegt meistarastig.

C.I.E. SLO CH ISShCh RW-14 Vadászfai Oportó, Excellent, Meistaraefni, Besti hundur tegundar (BOB),Alþjóðlegt meistarastig, Crufts qualification 2015
RW-14 Sif, Excellent, Meistaraefni, Annar besti hundur tegundar (BOS), Íslenskt meistarastig, Crufts qualification 2015.

Dómari: Jo Schepers frá Hollandi

Nokkrar myndir frá sýningunni er að finna í myndabanka undir Haust 2014

 

Holtabergshittingur

18. júlí 2014
Apríl Lukka, Astor, Askja og Amíra Fjóla hittust við Snorrastaðatjarnir ásamt eigendum sínum og var mikið fjör í göngunni. Systkinin eru svo sannarlega lífsglöð og full af orku enda var sprett rækilega úr spori, teknir nokkrir sundsprettir og sýndur mikill sóknarvilji.

Nokkrar myndir úr göngunni er að finna í myndabanka undir Sumar 2014

 

Sækinámskeið FHD og Vorsteh deildar

5. júlí 2014
Við Oportó skelltum okkur á frábært 5 daga sækinámskeið sem haldið var á vegum Fuglahundadeildar og Vorstehdeildar HRFÍ. Kennarar voru hjónin Gunnar Gundersen og Elisabeth frá Noregi, http://www.kennelutennavn.com. Á námskeiðinu var farið yfir sókn á landi, sókn í vatni og sporavinnu. Oportó stóð sig mjög vel á námskeiðinu og eitt er víst að okkur á ekki eftir að leiðast í framtíðinni :)
Námskeiðið var styrkt af versluninni Bendi, www.bendir.is

Á námskeiðinu var líka sonur Oportós og Jarðar Heru, Æsir ásamt eiganda sínum Hlyni Hafsteinssyni.
Æsir stóð sig mjög vel svo eftir var tekið aðeins 10 mánaða gamall. Það er gaman að sjá hvað Oportó er að gefa afkvæmi sem eru bæði að standa sig vel í vinnu og á sýningum.

Smellið á myndina til að stækka.

 

Bragur fallinn frá

8. júlí 2014
Vadászfai Lopakodó, Bragur er fallinn frá rúmlega 12 ára gamall. Bragur og tíkin Stemma voru fyrstu vizslurnar sem fluttar voru inn til landsins. Sigríður Erla Jónsdóttir og Emil Emilsson fluttu Brag inn frá Ungverjalandi og átti hann samtals 27 afkvæmi hér á landi. Bragur var sýndur á nokkrum sýningum HRFÍ og hlaut bæði Íslensk og Alþjóðleg meistarastig.
Við sendum eiganda Brags, Gunnari Gunnarssyni á Ólafsfirði samúðarkveðjur.

Smellið á myndina til að stækka.

 

Reykjavík Winner og Sumarsýning HRFÍ

Skemmtileg og viðburðarík sýningarhelgi með tveimur aðskildum sýningum, Reykjavík Winner á laugardeginum og Alþjóðlegri sýningu á sunnudeginum. Sýningarnar voru að þessu sinni haldnar úti og þrátt fyrir úða og rigningu tókust þær mjög vel og myndaðist skemmtileg stemming á svæðinu. Fyrri daginn voru skráðar fimm Vizslur en seinni daginn fjórar. Úrslit í Reykjavík Winner og Sumarsýningunni má sjá hérna fyrir neðan.

Myndir frá Reykjavík Winner og Sumarsýningunni er að finna í myndabanka.

 

 

Úrslit Reykjavík Winner 2014

Víðidalur 21. júní 2014

Ungliðaflokkur Rakkar
Lewis, Excellent, meistaraefni, Besti rakki 2. sæti, Íslenskt meistarastig
Ungliðaflokkur Tíkur
Embla, Excellent, meistaraefni, Besta tík 2. sæti
Sif, Excellent, meistaraefni, Besta tík 1. sæti, Íslenskt meistarastig, Besti hundur tegundar, Reykjavík Winner 2014 og  3. sæti í tegundahópi 7
Meistaraflokkur Rakkar
C.I.E. SLO CH ISShCh Vadászfai Oportó, Excellent, meistaraefni, Besti rakki 1. sæti, Besti hundur tegundar 2. sæti. Reykjavík Winner 2014
Opinn flokkur
RW-13 Holtabergs Amíra Fjóla, Very good
Afkvæmahópur
C.I.E. SLO CH ISShCh Vadászfai Oportó og afkvæmi (Lewis, Sif, Embla, Amíra Fjóla) Heiðursverðlaun og 3. sæti í Besti afkvæmahópur dagsins.

Við erum ótrúlega stolt af Oportó, afkvæmum hans og sýnendum þeirra. Lewis, Sif og Embla eru undan Jarðar Heru og Oportó, ræktandi þeirra er Árni Gunnar Gunnarsson. Holtabergs Amíra Fjóla er undan Jarðar Fífu okkar og Oportó.

Dómari: Gunnar Nymann

Smellið á myndina til að stækka