Grein á vefsíðunni itnHungarian.com

11. júlí 2016
Á vefsíðunni itnhungarian.com er að finna frábæra grein, skrifaða af góðri vinkonu minni Katalin Poór, fyrir Ungverska hundaræktarfélagið. Katalin kynntist ég þegar að við fluttum Oportó inn frá Ungverjalandi. Hún hefur alla tíð verið mér innan handar varðandi allt sem viðkemur Ungversku vizslunni enda sérfræðingur í tegundinni. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa kynnst henni og notið leiðsagnar hennar.
Hérna er greinin: http://www.itshungarian.com/made-in-hungary/hungarian-dog-breeds-shortha...

Glæsilegur árangur Hugos

27. febrúar 2016
Enn og aftur kom, sá og sigraði Hugo á febrúarsýningu HRFÍ. Hann var valinn Besti hundur tegundar, hlaut 1. sæti í tegundahópi 7 og varð 3. besti hundur sýningar. Það er frábært að fylgjast með Hugo í sýningahringnum og við erum ótrúlega stolt af þessum flotta Oportós syni. Oportó og afkvæmi fengu heiðursverðlaun og hún Fjóla okkar varð 2. Besti hundur tegundar með Alþjóðlegt meistarastig. Til hamingju Ella, Ragnar og Árni Gunnar með glæsilegan árangur Hugos.

Meistaraflokkur Rakkar
ISShCh RW-15 NLW-15 Loki (Hugo), Excellent, CAC, CACIB - BOB, BIG-1,BIS-3
C.I.E ISShCh SLOCh RW-14 Vadászfai Oportó, Excellent, Besti rakki II
ISShCh Holtabergs Astor, Good
Opinn flokkur Tíkur
Embla, Excellent
Meistaraflokkur Tíkur
ISShCh RW-13 Holtabergs Amíra Fjóla, Excellent, Besta tík I, BOS, CACIB
Oportó og afkvæmi (Fjóla, Embla og Hugo) Heiðursverðlaun

Dómari: Leif Ragnar Hjörth frá Noregi

Myndir frá sýningunni er að finna í myndabanka

ISShCh Holtabergs Astor

12. febrúar 2016
Holtabergs Astor hefur hlotið titilinn Íslenskur sýningameistari og er þar með þriðji í röðinni til að hljóta titilinn af afkvæmum Fífu okkar og Oportós. Astor hefur átt góðu gengi að fagna á sýningum og hefur meðal annars unnið tegundahóp 7, þá aðeins 16 mánaða gamall. Við óskum eigendum hans, Pétri Erni Gunnarssyni og fjölskyldu, innilega til hamingju með frábæran árangur Astors.  Við erum ákaflega stolt af Astori og vonandi eigum við eftir að sjá hann sem oftast á sýningum HRFÍ í framtíðinni.

Hugo stigahæðstur 2015

30. janúar 2016
Stigahæðsti hundur Fuglahundadeildar yfir sýningar 2015, með miklum yfirburðum er enginn annar en Ungverska vizslan ISShCh NLW-15 RW-15 Loki (Hugo). Hugo er búinn að eiga frábært sýningarár eins og lesa má um hérna á síðunni.  Hugo er undan Oportó okkar og Jarðar Heru. Við óskum eigendum Hugos, Ragnari Má Þorgrímssyni og Elínu Þorsteinsdóttur sem og ræktanda hans, Árna Gunnari Gunnarssyni, innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.

http://www.fuglahundadeild.is/Sidur.aspx?ArticleID=1262

Umfjöllun í A kutya

23. desember 2015
Í lok október var ég beðin um að skrifa grein fyrir A kutya, sem er blað Ungverska hundaræktarfélagsins.  Í greininni segi ég frá því hvers vegna ég hafi heillast af Ungversku vizslunni, ferðalagi okkar til Ungverjalands til að sækja Oportó, ástæðuna fyrir því að við völdum að fá  rakka frá Ungverjalandi og góðan árangur Ungversku vizslunnar á Íslandi.   Vizsluræktendur bæði í Ungverjalandi og víðar er mikið í mun að standa vörð um hina upprunalegu og  sönnu Ungversku vizslu. Því þótti mörgum það merkilegt að við skildum leggja á okkur langt ferðalag og mikinn tilkostnað til þess að fá slíkan hund til Íslands. Víða í heiminum er verið að rækta mjög ótegundatípískar vizslur og tegundinni verið breytt töluvert bæði í útliti og eiginleikum.  Oportó þykir einkar glæsilegur hundur og það allra besta er að hann er að gefa stórglæsileg afkvæmi bæði í útliti og vinnu.  Greinin hefur að vísu  verið mikið stytt og blaðamaður gefur sér leyfi til að segja hlutina með sínum eigin orðum.  Við erum engu að síður afar stolt yfir að hafa fengið þessa umfjöllun og gaman að hróður íslensku vizslunnar berst út fyrir landsteinana.

Smellið á myndina til að stækka

 

ISShCh RW-15 NLW-15 Loki - Hugo

21. desember 2015
Það er búið að vera frábært að fylgjast með Hugo og Ellu í sýningahringnum á árinu sem er að líða.  Hugo er einn sá allra flottasti og gæti unnið hvar sem er í heiminum eins og einn af dómurum á sýningum HRFÍ kom að orði.  Hugo er undan Jarðar Heru og Oportó okkar.  Eigendur hans eru Ragnar Már Þorgrímsson og Elín Þorsteinsdóttir á Akureyri.  Sýningaárið byrjaði Hugo með því að hljóta  2. og 3. sæti í tegundahópi 7 sem er frábær árangur,  en eftir það var hann óstöðvandi og hlaut 1. sætið í tegundahópi 7  þrjár sýningar í röð sem verður að teljast alveg magnaður árangur.  Einnig hlaut hann  4. sæti í Besti hundur sýningar, varð Íslenskur sýningameistari og 9. stigahæðsti hundur ársins hjá HRFÍ!  Ótrúlega flottur árangur hjá ekki eldri hundi, en Hugo er rétt nýorðinn 2 ára gamall.  Við erum ótrúlega  stolt og montin yfir að hafa átt þátt í að skapa svona glæsilegan hund.  Hugo er einnig liðtækur veiðihundur og hefur fengið þjálfun sem slíkur hjá eigendum sínum.  Við viljum óska  Ragnari Má og Ellu sem og Árna Gunnari Gunnarssyni ræktanda hans,  innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur Hugos og vonandi eigum við eftir að sjá mikið af honum í framtíðinni.

Smellið á myndina til að stækka

 

Oportó sigurvegari tegundahóps 7

Nóvembersýning HRFÍ 2015
Sigurganga Ungversku vizslunnar heldur áfram á sýningum HRFÍ en að þessu sinni var það höfðinginn okkar hann Oportó sem varð Besti hundur tegundar og hlaut 1. sæti í tegundahópi 7. Holtabergs Astor og Hugo synir Oportós voru einnig sýndir og fengu góða dóma. Hugo er búinn að ná frábærum árangri á árinu og unnið þrisvar sinnum tegundahóp 7. Astor sem var sýndur eftir nokkurt hlé, fékk sitt síðasta Íslenska meistarastig og getur nú sótt um titilinn Íslenskur sýningameistari. Astor hefur einnig unnið tegundahóp 7 og má því segja að þrír af flottustu rökkum landsins hafi verið mættir til leiks. Holtabergs Amíra Fjóla var valin Besta tík og Annar Besti hundur tegundar með Alþjóðlegt meistarastig. Kjarrhóla Krafla varð önnur besta tík tegundar. Holtabergs Alísa var sýnd í Ungum sýnendum, gaman að sjá þessa flottu tík aftur í hringnum.
Oportó og afkvæmi hlutu 3. sæti í Besti afkvæmahópur dagsins.

Opinn flokkur rakkar
Holtabergs Astor, Excellent, Besti rakki II, CAC, V-CACIB
Meistaraflokkur rakkar
RW-15 NLW-15 Loki (Hugo), Excellent, Besti rakki III, Meistaraefni
C.I.E ISShCh SLOCh RW-14 Vadászfai Oportó, Excellent, Besti rakki I, CACIB, BOB, BOG-I
Opinn flokkur tíkur
Kjarrhóla Krafla, Excellent, Besta tík II
Meistaraflokkur tíkur ISShCh RW-13 Holtabergs Amíra Fjóla, Excellent, Besta tík I, BOS, CACIB
Oportó og afkvæmi(Astor, Hugo, Fjóla og Krafla) 3. sæti í Besti afkvæmahópur dagsins

Dómari: Annette Bystrup frá Danmörku

Myndir frá sýningunni er að finna í myndabanka

Fjóla heimsækir Gefnarborg

Ungverska vizslan er barngóður hundur þó ekki sé endilega mælt með henni
fyrir fjölskyldur með mjög ung börn því í allri gleðinni sem henni fylgir getur hún
fellt ungum  börnum um koll. Vizslurnar mínar hafa undanfarin ár farið í heimsókn í Leikskólann Gefnarborg í Garði. Fjóla fór í sína árlegu leikskólaheimsókn núna í september og var vel fagnað. Börnin fengu að klappa henni, fara með henni í göngutúr og fylgjast með henni vinna.
Við földum dummy í háu grasi sem hún fann og sótti fyrir börnin :)

Smellið á myndina til að stækka

 

Frábær árangur á Haustsýningu HRFÍ

Víðidalur 19. - 20. september 2015
Glæsilegur árangur Ungversku vizslunnar á Haustsýningu HRFÍ og sá allra besti frá upphafi. NLW-15 RW-15 Loki (Hugo) gerði sér lítið fyrir og vann tegundahóp 7 í þriðja skipti í röð og náði þeim frábæra árangri að hafna í 4. sæti í Besti hundur sýningar. Alveg magnaður árangur hjá þessum unga og glæsilega hundi. Oportó og Fjóla tóku þátt í parakeppni og hlutu 2. sæti í Besta par dagsins. Oportó og afkvæmi (Hugo, Fjóla og Embla) hlutu síðan 1. sæti í Besti afkvæmahópur dagsins og voru valin úr hópi sjö afkvæmahópa.

Opinn flokkur Rakkar
RW-15 NLW-15 Loki (Hugo), Excellent, CAC, CACIB - BOB, BIG-1.
4. sæti í Besti hundur sýningar, Crufts qualification 2016
Meistaraflokkur Rakkar
C.I.E ISShCh SLOCh RW-14 Vadászfai Oportó, Excellent, Besti rakki II, V-CACIB
Opinn flokkur Tíkur
Embla, Excellent, CAC, CACIB - BOS, Crufts qualification 2016
Meistaraflokkur Tíkur
ISShCh RW-13 Holtabergs Amíra Fjóla, Excellent, Besta tík II, V-CACIB

Dómari: Michael Leonard frá Írlandi

Parakeppni
C.I.E ISShCh SLOCh RW-14 Vadászfai Oportó og ISShCh RW-13 Holtabergs Amíra Fjóla,
2. sæti í Besta par dagsins
Dómari: Lis-Beth C Liljeqvist frá Svíþjóð

Afkvæmahópur
C.I.E ISShCh SLOCh RW-14 Vadászfai Oportó og afkvæmi, 1. sæti í Besti afkvæmahópur dagsins
Dómari: Liz-Beth C Liljeqvist frá Svíþjóð

Besti hundur sýningar
RW-15 NLW-15 Loki (Hugo), 4. Besti hundur sýningar
Dómari: Liz-Beth C Liljeqvist frá Svíþjóð

Myndir frá sýningunni er að finna í myndabanka

Hugo tvöfaldur sigurvegari tegundahóps 7

Víðidalur 25. - 26. júlí 2015
Það er óhætt að segja að Hugo sem er sonur Oportós okkar og Jarðar Heru hafi komið séð og sigrað á tvöfaldri sýningu Hundaræktarfélags Íslands sem haldin var um helgina. Hugo var valinn Besti hundur tegundar, fékk titilinn Reykjavík winner og gerði sér lítið fyrir og vann tegundahóp 7 báða dagana. Frábær árangur og sá allra besti sem vizsla hefur unnið til á sýningum hér á landi. Við óskum Elínu Þorsteinsdóttur eiganda Hugos innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni.

Reykjavík winner 2015
NLW-15 Hugo, Excellent, meistaraefni, Besti rakki, Besti hundur tegundar, Íslenskt meistarastig, Reykjavík winner 2015, 1. sæti í tegundahópi 7
Dómari:Antonio Di Lorenzo frá Ítalíu

Alþjóðleg sýning
NLW-15 RW-15 Hugo, Excellent, meistaraefni, Besti rakki, Besti hundur tegundar, Íslenskt meistarastig, Alþjóðlegt meistarastig, 1. sæti í tegundahópi 7
Dómari: Stefan Sinko frá Slóveníu

Myndir frá sýningunni er að finna í myndabanka