Astor óskar eftir heimili

Holtabergs Astor er að leita að góðu heimili til frambúðar. Hann er 6 ára undan Fífu og Oportó. Sem hvolpur var Astor villingurinn í gotinu, klár og útsjónasamur.  Astor þarf eigendur sem eru ekki með ung börn, eru tilbúnir að vinna með hann, gefa honum gott atlæti, aga og góða daglega hreyfingu. Reynsla af hundahaldi er skilyrði.  Áhugasamir geta sent póst á hildur@vizsla.is

Embla með 1. einkunn á sækiprófi FHD

14. júlí 2017
Sækipróf Fuglahundadeildar HRFÍ var haldið dagana 8. - 9. júlí. Að þessu sinni tók ungverska vizslan Embla þátt báða dagana og hlaut 2. einkunn fyrri daginn og  
1. einkunn seinni daginn. Embla er fyrsta vizslan hér á landi til að hljóta einkunn í Opnum flokki á sækiprófi. Frábær árangur hjá Emblu sem er undan Oportó okkar og Jarðar Heru. Eigandi Emblu er Edda Sigurðardóttir og óskum við henni innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.

Dómari: Dag Teien frá Noregi

Vizsluganga

1. júlí 2017
Margir muna eflaust eftir vizslugöngunum sem voru í byrjun hvers mánaðar hérna fyrir nokkrum árum. Nú er búið að endurvekja göngurnar að frumkvæði Axels Jóns Birgissonar sem ætlar að halda utan um þær. Fyrsta gangan fór fram laugardaginn 1. júlí í Reykjavík og mættu þá 5 vizslur ásamt eigendum sínum. Næstu göngur verða auglýstar á facebooksíðunni Ungversk vizsla á Íslandi. 

Myndir frá göngunni er að finna í myndabanka

Sumarsýning HRFÍ

24 - 25. júní 2017
Tvöföld útisýning Hundaræktarfélags Íslands var haldin í Víðidal helgina 24. - 25. júní. Reykjavík Winner fyrri daginn og Alþjóðleg sýning seinni daginn. Þessar sýningar verður lengi í minnum haft vegna frábærs árangurs. Oportó, Fjóla, Hugo og Embla voru mættar til leiks en þessar 4 vizslur hafa haldið uppi heiðri vizslunnar á sýningum undanfarin ár. Hugo varð Besti hundur tegundar báða dagana og Embla Annar besti hundur tegundar. Í úrslitum í tegundahópi 7 hlaut Hugo 2. og 1. sæti. Oportó var sýndur með afkvæmum sínum og fékk afkvæmahópurinn 1. sæti báða dagana. Í úrslitum um Besta öldung sýningar hlaut Oportó 4. sæti báða dagana. Alveg afbragðs góður árangur og enn og aftur viðurkenning á því hvað gæðin í þessum fjórum vizslum eru mikil : )
Eigendum Emblu og Hugos, þeim Eddu Sigurðardóttur og Ragnari Má og Ellu, óskum við innilega til hamingju með árangurinn.
Nánari úrslit eru hér fyrir neðan og myndir í myndabanka undir Reykjavík winner 2017
og Alþjóðleg sýning 2017

Úrslit Reykjavík Winner 24. júní 2017

Öldungaflokkur rakkar
C.I.E. SLO CH ISShCh ISVetCh RW-14 RW-16 Vadászfai Oportó, Excellent, Meistaraefni, Besti rakki II, Veteran CC, 4. sæti í Besti öldungur sýningar Meistaraflokkur rakkar
C.I.E. ISShCh RW-15 NLW-15 Loki (Hugo), Excellent, Meistaraefni, BOB, RW-17, BIG-2
Meistaraflokkur tíkur
C.I.E. ISShCh RW-16 NLW-15 Embla, Excellent, Meistaraefni, Besta tík I, BOS, RW-17
ISShCh RW-13 Holtabergs Amíra Fjóla, Excellent, Meistaraefni, Besta tík II
Afkvæmahópur Oportó og Fjóla, Hugo, Embla, Heiðursverðlaun, 1. sæti í Besti afkvæmahópur sýningar.

Dómari: Stephanie Walsh frá Írlandi
Dómarar í úrslitum:
Tegundahópur 7: Stephanie Walsh frá Írlandi
Besti afkvæmahópur sýningar: Andrzej Szutkiewicz frá Póllandi
Besti öldungur sýningar: Hanne Laine Jensen frá Danmörku

Úrslit Alþjóðlegrar sýningar 25. júní 2017

Öldungaflokkur rakkar
C.I.E. SLO CH ISShCh ISVetCh RW-14 RW-16 Vadászfai Oportó, Excellent, Meistaraefni, Besti rakki II, Veteran CC, 4. sæti í Besti öldungur sýningar Meistaraflokkur rakkar
C.I.E. ISShCh RW-15 NLW-15 Loki (Hugo), Excellent, Meistaraefni, BOB, CACIB, RW-17, BIG-1
Meistaraflokkur tíkur C.I.E. ISShCh RW-16 NLW-15 Embla, Excellent, Meistaraefni, Besta tík I, CACIB, BOS
ISShCh RW-13 Holtabergs Amíra Fjóla, Excellent, Meistaraefni, Besta tík II, V-CACIB
Afkvæmahópur Oportó og Fjóla Hugo, Embla, Heiðursverðlaun, 1. sæti í Besti afkvæmahópur sýningar.

Dómari: Andrzej Szutkiewicz frá Póllandi
Dómarar í úrslitum:
Tegundahópur 7: Andrzej Szutkiewicz frá Póllandi
Besti afkvæmahópur sýningar: Stephanie Walsh frá Írlandi
Besti öldungur sýningar: Philip John frá Indlandi

Hugo með 3. einkunn

1. júní 2017
Hugo náði þeim frábæra árangri að landa 3. einkunn á Kaldaprófinu svokallaða sem haldið var norðan heiða dagana 5. - 7. maí og er það í fyrsta skipti sem vizsla nær einkunn í heiðarprófi fyrir standandi fuglahunda hér á landi. Dómari var Guðjón Arinbjarnarson.  Við óskum eigendum Hugos, þeim Ragnari Má og Ellu innilega til hamingju með árangurinn.

Einungis 5 vizslur hafa tekið þátt í standandi fuglahundaprófi hérlendis þar sem dæmt er eftir norskum reglum en það eru Hugo, Jarðar Bassi, Jarðar Fífa, Tara frá Selfossi og Ljóni. Í gagnagrunni Fuglahundadeildar er hægt að skoða sundurliðaðan árangur þessara hunda í veiðiprófum.  http://fuglahundadeild.is/ListHundarLeit.aspx

Meginlandshundapróf

6. maí 2017
Kynningarnámskeið og meginlandshundapróf var haldið á vegum Fuglahundadeildar HRFÍ dagana 14. - 16. apríl. Kennari á námskeiðinu og dómari í prófinu var Dag Teien veiðiprófsdómari sem dæmdi prófið eftir sænskum reglum SKF klúbbsins. Það var áhugavert að heyra kynningu Dag á meginlandshundaprófinu og athyglisvert að eingöngu í Noregi og á Íslandi eru meginlandshundar og eyjahundar látnir hlaupa saman í prófi. Þrjár vizslur tóku þátt í viðburðinum.  Það voru Holtabergs Amíra Fjóla, Embla og Börkur. Óhætt er að segja að þessi viðburður hafi verið okkur hvatning til að halda áfram að æfa af enn meiri krafti og vonandi mætum við aftur hressar í meginlandshundapróf að ári.

Myndir frá viðburðinum og æfingagöngum er að finna í myndabanka

C.I.E. ISShCh Holtabergs Alísa

15. apríl 2017
C.I.E. ISShCh Holtabergs Alísa hefur hlotiið titilinn Alþjóðlegur sýningameistari. Alísa er undan Fífu okkar og Oportó, og sú fyrsta af systkinunum til að hljóta titilinn.   

Til að verða Alþjóðlegur sýningameistari þarf hundur að hljóta fjögur Alþjóðleg meistarastig (CACIB) á fjórum alþjóðlegum sýningum frá dómurum af a.m.k. þremur þjóðernum frá FCI aðildarlöndum. Að minnsta kosti eitt ár verður að líða frá því að hundur fær sitt fyrsta stig og til þess fjórða.

Við erum ákaflega stolt af Alísu okkar og viljum óska eigendum hennar, Hauki Baldvinssyni og fjölskyldu á Selfossi, innilega til hamingju.

Oportó Veterian BIS2 - Hugo BIG1

Reykjavík 4. mars 2017
Alþjóðleg sýning Hundaræktarfélags Íslands fór fram helgina 4. -5. mars. Í þetta sinn voru þrjár vizslur sýndar, Oportó, Fjóla og Hugo. Frábær sýning sem verður lengi í minnum haft vegna frábærs árangurs Oportós og Hugos sonar hans. Oportó gerði sér lítið fyrir og varð 2. Besti öldungur sýningar hjá dómaranum Attila Czeglédi frá Ungverjalandi. Hugo hlaut 1. sæti í sterkum tegundahópi 7. Það er gaman að segja frá því að Attila var mjög heillaður af þeim feðgum og þótti mikið til þess koma að sjá hunda í slíkum gæðum á Íslandi. Eftir úrslit í Besti öldungur sýningar vildi Attila láta mynda sig með Oportó, þjóðarhundi sínum og smellti síðan kossi á hann að skilnaði. Daginn eftir skrifaði hann færslu á facebook síðu sína þar sem hann segir frá því, að hann hafi séð tvær vizslur á Íslandi sem báðar gætu verið meistarar í Ungverjalandi :)

Opinn flokkur rakkar
C.I.E. ISShCh RW-15 NLW-15 Loki (Hugo), Excellent, meistaraefni, CACIB, BOB, BOG-1
Öldungaflokkur rakkar
ISVetCh C.I.E. SLO CH ISShCh RW 14-16 Vadászfai Oportó, Excellent, Veterian BIS-2
Opinn flokkur tíkur
ISShCh RW-13 Holtabergs Amíra Fjóla, Excellent

Dómari: Hannele Jokisilta frá Finnlandi
Dómari í Besti öldungur sýningar: Attila Czeglédi frá Ungverjalandi