Vizsluganga

Þá er komið að fyrstu formlegu Vizslugöngunni.
Sunnudaginn 5. apríl kl. 13.00 ætla Vizslueigendur að hittast við Reynisvatn
og ganga saman, sjá kort hér
Allir Vizslueigendur og aðrir áhugasamir um tegundina eru hjartanlega
velkomnir í gönguna. Gangan hefst við Sæmundarskóla.

Góð hreyfing og holl útivera

Fuglahundadeild stóð fyrir æfingagöngu sl. fimmtudag. Í gönguna voru tvær Vizslur mættar, Fífa og bróðir hennar hann Bassi sem býr á Akureyri. Eigandi Bassa er Fanney Harðardóttir. Bassi stóð sig með stakri prýði í göngunni en Fífa var frekar áhugalaus eins og hún er reyndar búin að vera í allan vetur. Vonandi lifnar yfir henni með hækkandi sól. Allir hundar í tegundahópi 7 eru velkomnir í göngurnar og er virkilega gaman að ganga í fallegu umhverfi, góðum félagsskap og leyfa eðli hundanna að njóta sín.

Hér eru nokkrar myndir frá göngunni

Blaðagreinar og myndir

Nokkrar greinar og myndir af Vizslunni hafa verið birtar í blöðum og tímaritum.
Mikið var fjallað um seinna got Stemmu og Brags og hef ég fengið leyfi blaðamanns til að
birta þær hér.

Sjá greinar:

Munaðarlausir hvolpar á spena hjá fósturmæðrum
Mikið lán að fá fósturmömmu eins og Amöndu
Suðurnesjahundar gerðu það gott