Sumarsýning HRFÍ

Sumarsýning HRFÍ fór fram helgina 27. - 28. júní.
Þrjár Vizslur voru sýndar að þessu sinni.
Besti hundur tegundar var Jarðar Bassi og hlaut
hann fjórða sæti í tegundahóp.

Úrslit urðu þessi.

Stormur, Excellent. Eigandi: Einar Sveinsson
Jarðar Bassi, Excellent, BHT, BIG 4. Eigandi: Fanney Harðardóttir
Inga Mía, Very good. Eigandi: Stefán Pétursson

Dómari var Tamas Jakkel frá Ungverjalandi.

Ljósmyndakeppni

Kæru Vizslueigendur.

Nú er að hefjast ljósmyndakeppni á www.vizsla.is
Ef þið viljið taka þátt þá vinsamlegast sendið mér sumarmyndir af Vizslunni ykkar á hildur@vizsla.is
Myndirnar verða síðan settar inn á myndabankann jafnóðum og þær berast, svo endilega fylgist með.
Einungis má senda inn tvær myndir af hverri Vizslu og mega þær ekki hafa birst áður.
Skilafrestur er til 15. ágúst. Verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin eru gefin af umboðsaðila Propac á Íslandi.
Sjá heimasíðu: www.propac.is.

Verðlaunin eru:

   1.    5 x stór nagbein, 1 x Smart Reward og Sportmix hundakex 1,8kg
   2.    1 x Smart Reward og Sportmix hundakex 1,8kg
   3.    Sportmix hundakex 1,8kg

Fenginn verður hlutlaus dómari og tekið skal fram að við Fífa eigum ekki möguleika á sæti.

Endilega allir að vera með.

Smellið hér til að skoða innsendar myndir.

Vadászfai Lopakodó - Bragur

Erla Sigríður Jónsdóttir og Emil Emilsson fluttu inn fyrstu Ungversku Vizslurnar til Íslands,
þau Vadászfai Lopakodó - Brag og Gronbankegard Runa - Stemmu.
Þau fengu Brag frá hinum virta ræktanda, Katalin Varga
hjá Vadászfai kennel í Ungverjalandi.
Bragur átti tvö got með Stemmu alls 22 hvolpa.
Hann hefur verið sýndur á sýningum HRFÍ og hlotið bæði Íslensk og
Alþjóðleg meistarastig. Afkvæmi hans hafa einnig hlotið mjög góða dóma
á sýningum HRFÍ.  Bragur býr í dag hjá Gunnari Ásgrímssyni og fjölskyldu á Ólafsfirði.

Úr myndasafni Erlu og Emils

Fiðla og Ríma

Guðmundur Axel Hansen sendi mér þessa fallegu mynd af
mæðgunum Jarðar Rímu og Vettvangs Fiðlu. Ríma er úr fyrra
goti Stemmu og Brags en Fiðla er afkvæmi Rímu og Húgós.

Smellið á myndina til að stækka.

Veiðipróf FHD

Síðasta veiðipróf vorsins hjá Fuglahundadeild fór fram í dag. Prófstjóri tók það sérstaklega fram að allar tegundir í tegundahópi 7 væru skráðar í prófið fyrir utan Gordon setter. Fífa tók þátt í dag en fékk ekki einkunn og var sett út eftir fyrsta slepp.  Ég var hins vegar ánægð með Fífu og sýndi hún mér mun meira en ég átti von á. Við Fífa höldum áfram að æfa  þó ekki fyrir veiðipróf heldur einfaldlega okkur til ánægju. Margir góðir hundar voru í prófinu í dag sem gaman var að fylgjast með.   Hægt er að nálgast úrslit á heimasíðu FHD:  http://www.fuglahundadeild.is/

Myndir frá prófinu

Góð æfing í heiðinni

Fífa stóð sig vel í heiðinni í dag, fór langt út að leita að fugli
og náði tveimur fuglavinnum, reyndar á sömu rjúpuna.
Hún tók lyktarstand á rjúpu töluvert langt frá mér, reisti djarft og
settist niður við skipun. Rjúpan flaug ekki langt og notfærðum við
okkur það.

Nokkrar myndir hér
 

Pjakkur tekur flugið!

Sveinn G. Pálmason sendi mér þessa skemmtilegu mynd af Pjakki.
Foreldrar Pjakks eru Jarðar Polka og Hugó.
Pjakkur býr í Mosfellsbæ.

Munið að smella á myndina til að stækka hana.

Vizsluganga

Þá er komið að fyrstu formlegu Vizslugöngunni.
Sunnudaginn 5. apríl kl. 13.00 ætla Vizslueigendur að hittast við Reynisvatn
og ganga saman, sjá kort hér
Allir Vizslueigendur og aðrir áhugasamir um tegundina eru hjartanlega
velkomnir í gönguna. Gangan hefst við Sæmundarskóla.

Góð hreyfing og holl útivera

Fuglahundadeild stóð fyrir æfingagöngu sl. fimmtudag. Í gönguna voru tvær Vizslur mættar, Fífa og bróðir hennar hann Bassi sem býr á Akureyri. Eigandi Bassa er Fanney Harðardóttir. Bassi stóð sig með stakri prýði í göngunni en Fífa var frekar áhugalaus eins og hún er reyndar búin að vera í allan vetur. Vonandi lifnar yfir henni með hækkandi sól. Allir hundar í tegundahópi 7 eru velkomnir í göngurnar og er virkilega gaman að ganga í fallegu umhverfi, góðum félagsskap og leyfa eðli hundanna að njóta sín.

Hér eru nokkrar myndir frá göngunni

Blaðagreinar og myndir

Nokkrar greinar og myndir af Vizslunni hafa verið birtar í blöðum og tímaritum.
Mikið var fjallað um seinna got Stemmu og Brags og hef ég fengið leyfi blaðamanns til að
birta þær hér.

Sjá greinar:

Munaðarlausir hvolpar á spena hjá fósturmæðrum
Mikið lán að fá fósturmömmu eins og Amöndu
Suðurnesjahundar gerðu það gott