Ketill og Fífa

Það er ekki ofsögum sagt hvað hún Fífa okkar hefur frábæra lund og einstaka aðlögunarhæfni. Fyrir þremur árum síðan kynntist dóttir okkar heimilislausum ketti sem hafði haldið sig í hverfinu um nokkurt skeið. Eftir nokkra eftirgrennslan kom í ljós að enginn  vissi um uppruna hans né virtist sem fyrri eigendur hefðu leitað hans eða auglýst eftir honum.
Þar sem það stóð alls ekki til að fá kött á heimilið var farin sú leið til að byrja með að gefa honum mat úti.

Það er ekki ofsögum sagt hvað hún Fífa okkar hefur frábæra lund og einstaka aðlögunarhæfni. Fyrir þremur árum síðan kynntist dóttir okkar heimilislausum ketti sem hafði haldið sig í hverfinu um nokkurt skeið. Eftir nokkra eftirgrennslan kom í ljós að enginn vissi um uppruna hans né virtist sem fyrri eigendur hefðu leitað hans eða auglýst eftir honum. Þar sem það stóð alls ekki til að fá kött á heimilið var farin sú leið til að byrja með að gefa honum mat úti. Í verstu veðrum fékk hann að vera í þvottahúsinu. Fífa hataði ketti og var Ketill þar enginn undantekning. Vegna augnofnæmis sonarins á heimilinu sem læknar stóðu ráðþrota gagnvart kom ekki til greina að taka köttinn inn. Honum var þess vegna gefið að borða daglega og á nóttunni læddist hann í skúrinn í húsinu á móti. Þegar að ofnæmið hvarf jafn skyndilega og það kom upp var ákveðið að bjóða Katli inn á heimilið. Fífa var ekki allskostar hrifin og ekki var Ketill hrifnari af henni. Hann sýndi henni klærnar og hvæsti ef hún hætti sér of nálægt honum. Með tímanum hafa þau vanist hvort öðru. Það var í raun kötturinn sem byrjaði að nudda sér upp við Fífu og eftir að hafa horft löngunaraugum á bælið hennar, lagði hann í það að leggjast hjá henni. Fífa flúði úr bælinu í fyrstu og bað heimilsifólkið um hjálp við að losna við þennan óboðna gest. Nú hafa þau hins vegar náð sáttum og liggja saman í sátt og samlyndi. Fífa hefur ekki hætt að elta ketti og er enn meinilla við þá en Ketil lætur hún alveg í friði.

Vizsla vinnur Crufts 2010

Það var ótrúlega spennandi að fygjast með úrslitum í beinni útsendingu frá Crufts þar sem Ungverska Vizslan SH CH/AUST CH HUNGARGUNN BEAR IT'N MIND eða YOGI kom sá og sigraði.   Um 22.000 hundar voru mættir til leiks á einni stærstu sýningu heims sem árlega er haldin í Birmingham í Bretlandi.
Yogi sem er 7 ára á að baki glæsilegan sýningarferil sem telur m.a. 64 CC, 46 BIG og 18 BIS.
Á Crufts í fyrra varð Yogi annar besti hundur sýningar.
Yogi kemur frá Ástralíu og eigendur hans eru Naomi Craggs og Kathryn Armstrong

Fyrsta gangan á nýju ári

Að þessu sinni mæltu Vizslueigendur sér mót við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ
og gengu þaðan að Úlfarsfelli.  Myndir frá göngunni má finna í myndabankanum.

Það er nóg framundan hjá okkur Vizslueigendum, fyrirhugaðar eru
æfingagöngur og hundasýning HRFÍ verður haldin í lok febrúar.
Sendar verða út upplýsingar varðandi æfingargöngurnar í gegnum póstlistann og
hvet ég alla Vizslueigendur sem ekki eru á þeim lista að senda mér póst á hildur@vizsla.is

Vetrarstarf Fuglahundadeildarinnar er að hefjast og upplýsingar um það má finna á
heimasíðu deildarinnar www.fuglahundadeild.is

 

 

Desemberganga

Desembergangan fór fram í blíðskapar veðri í nágrenni Rauðavatns.
Það er með ólíkindum hvað veðrið hefur leikið við okkur síðan göngurnar
hófust og vonandi verður svo áfram. Það hefur fjölgað jafnt og þétt í göngunum
og að þessu sinni mættu 16 Vizslur ásamt eigendum. Eftir nærri tveggja tíma
göngu bauð Ragnar, eigandi Polku og Dixie, upp á heitt kakó og piparkökur sem
fólk kunni vel að meta.

Myndir frá göngunni

 

ISShCh Jarðar Tara Melódía

Jarðar Tara Melódía er orðin íslenskur sýningarmeistari.
Eigandi Töru er Sandra Huld Jónsdóttir.

Til að hljóta titilinn íslenskur sýningameistari þarf hundur að hafa hlotið
þrjú íslensk meistarastig á þremur sýningum HRFÍ hjá þremur mismunandi
dómurum og eitt af þeim eftir 24 mánaða aldur.

Nokkrar Jarðar Vizslur til viðbótar hafa uppfyllt þessi skilyrði en
sækja þarf um titilinn hjá HRFÍ.

 

Sýning og ganga

Alþjóðleg hundasýning HRFÍ fór fram helgina 3. - 4. október.
Á sunnudeginum voru tvær vizslur sýndar, Jarðar Bassi og Tara.
Jarðar Bassi fékk Excellent, BH-1, BOB-2, CACIB
Eigandi Bassa er Fanney Harðardóttir
Tara fékk Excellent, BT-1, BOB-1, Íslenskt meistarastig og CACIB
Eigandi Töru er Ólafur V Halldórsson

Smellið á myndina af Töru til að stækka hana

 

Sama dag var Vizsluganga í nágrenni Rauðavatns. Met þátttaka var í göngunni
eða 13 vizslur ásamt eigendum.
Hægt er að skoða myndir frá göngunni hér

 

Úrslit í ljósmyndakeppninni

1. Faró á Snæfellsnesi
2. Tara Melódía
3. Breki

Verðlaun eru gefin af umboðsaðila propac á Íslandi, www.propac.is

1. 5 x stór nagbein, 1 x Smart Reward og Sportmix hundakex 1,8kg
2. 1 x Smart Reward og Sportmix hundakex 1,8kg.
3. Sportmix hundakex 1,8kg

Laugavegsganga HRFÍ

Alls gengu tíu Vizslur ásamt eigendum sínum niður Laugaveg í árlegri göngu HRFÍ
sem fram fór um síðustu helgi.  Gengið var í blíðskapar veðri við undirleik
Skólahljómsveitar Kópavogs. 

Nokkrar myndir frá göngunni.

 

Afmælissýning HRFÍ

Í tilefni af 40 ára afmæli HRFÍ voru haldnar tvær aðskildar
sýningar helgina 22. og 23. ágúst.

Úrslit laugardagsins

Agnes Aþena "Kara", O.fl. Excellent, BT-I, BHT-I, Ísl. meistarastig, BIG 4.  
Eigandi: Hannes B Hjálmarsson
Breki, Ul.fl. Excellent, Ul.kfl-I, BH-I, BHT- II, Ísl. meistarastig. Eigandi: Steinar Þór Alfreðsson
Dómari: Rune Fagerström frá Finnlandi

Úrslit sunnudagsins

Agnes Aþena "Kara", O.fl. Exellent, BT-I, BHT-I,  Ísl. meistarastig, BIG 4.
Breki, Ul.fl. Very good, Ul.kfl-I
Dómari: Kåri Järvinen frá Finnlandi

 

Vizsluganga á Suðurnesjum

Vizsluganga verður á morgun, sunnudaginn 5. júlí kl. 13.00
Gengið verður í fallegu umhverfi nærri Snorrastaðatjörnum.

Sjá leiðarvísir hér

Myndir frá göngunni