Haustsýning HRFÍ 2011

Frábær sýning að baki þar sem 4 Holtabergs hvolpar voru sýndir og fengu allir heiðursverðlaun. Oportó var valinn besti hundur tegundar og fékk Íslenskt og Alþjóðlegt meistarastig og er þá kominn með það sem til þarf til að hljóta titilinn Íslenskur sýningameistari.

Dómari var Per Iversen frá Noregi.

Hvolpaflokkur 6 - 9 mánaða:

Holtabergs Astor, 1. sæti rakkar, heiðursverðlaun
Holtabergs Atlas, 2. stæti rakkar, heiðursverðlaun
Holtabergs Amíra Fjóla, 1. sæti tíkur, heiðursverðlaun
Holtabergs Apríl Lukka, 2. sæti tíkur, heiðursverðlaun

Holtabergs Amíra Fjóla var valin besti hvolpur tegundar og komst síðan í 6 hvolpa úrslit um Besta hvolp dagsins.

Við erum virkilega stolt af hópnum og gaman að sjá hvað margir sáu sér fært að mæta með hvolpana sína og stóðu sig frábærlega vel.

 

Sumar 2011

Það er alltaf gaman að hitta og fá fréttir af hvolpunum okkar. Við pössuðum Atlas í nokkra daga í júní og fengum Öskju í heimsókn nýlega ásamt eigendum sínum. Um helgina hittum við síðan Alísu sem býr á Selfossi. Við heimsóttum Alísu bæði í vinnuna hjá Toyota á Selfossi og í hestamiðstöðina að Austurási. Nú eigum við bara eftir að hitta Astor og Apríl Lukku sem verður vonandi fljótlega. Það er alveg frábært að sjá hvað hvolpunum líður vel og hvað eigendur þeirra hugsa vel um þá.

Um helgina fórum við líka í göngu með Töru frá Selfossi en eigendur hennar eru Ólafur Valdín og Ragnheiður. Ólafur er tengiliður fyrir Vizslu hjá HRFÍ og er með heimasíðuna www.vizslur.net þar sem reglulega birtast fréttir og viðburðir tengdir Vizslunni.

Nýjar myndir eru í myndabanka undir Sumar 2011 og vil ég hvetja eigendur Holtabergs hvolpa að senda inn myndir.

Hestur óskast

Óskum eftir þægum hesti fyrir byrjanda, má vera gamall en hreingengur.
Ef þið vitið um einn slíkan þá endilega hafið samband í síma 698-7430 eða á hildur@vizsla.is

Nokkrar nýjar sumarmyndir í myndabankanum.

Nú stendur fyrir dyrum endurskoðun veiðiprófsreglna fyrir tegundahóp 7.
Endilega kynnið ykkur málið á www.fuglahundadeild.is

 

Oportó BOB, CAC, BOG3

Oportó var sýndur á sumarsýningu HRFÍ 4. júní s.l. og hlaut flotta umsögn.
Hann var valinn Besti hundur tegundar með Íslenskt meistarastig og varð í 3. sæti í tegundahópi 7

Dómari var Kresten Scheel frá Danmörku.

2 year old, very nice dog. Good body proportion not to long or short. Sufficient developed foreface, right amound of lip. Nice cut skull-may no be broader.  Good lenght of neck. Good front assembly. Nice topline and tail set.  Well angulated. Nice coat. Good movement seen from all sides. Plenty of drive behind.  Excellent

Við erum stolt af stráknum okkar sem er bæði fallegur að innan sem utan.

Smellið á myndina til að stækka
 

Alísa flutt á Selfoss

Nú eru allir hvolparnir komnir á frábær heimili. Alísa býr nú á Selfossi ásamt fjölskyldu sinni og Amíra Fjóla ætlar að búa áfram hjá okkur. Við þökkum þeim fjölmörgu sem sýndu hvolpunum áhuga og gaman að sjá hvað þessi frábæra tegund hefur heillað marga. Ég hef verið spurð hvort þessi pörun verði endurtekin og fólk beðið mig að setja sig á biðlista ef af yrði. Ef Oportó og Fífa verða pöruð aftur þá munu hvolpar að öllum líkindum fæðast vorið 2012.

Ég fæ reglulega fréttir af hvolpunum og myndir sem ég er mjög þakklát fyrir. Myndirnar eru að finna í myndabankanum undir Nýir eigendur fyrir þá sem vilja fylgjast með.

Myndir

Pétur Örn Gunnarsson eigandi Astors sendi mér nokkrar skemmtilegar myndir af Astori á nýja heimilinu sínu.
Myndirnar má sjá í myndabanka undir Nýir eigendur.

Alísa og Amíra Fjóla fara nú í heiðina daglega og njóta þess að skottast um og þefa.
Nokkrar nýjar myndir úr heiðinni auk annarra mynda má finna í myndabanka undir Hvolpar.

Nýir eigendur

Þá eru fjórir hvolpar farnir að heiman til nýrra eigenda. Eftir að vera búin að annast hvolpana í tvo mánuði er óhjákvæmilegt að maður tengist þeim böndum og er því mikil eftirsjá eftir hverjum hvolpi sem fer. Það sem gerir þetta auðveldara er að við trúum því að þeir hafi farið á heimili hjá góðu fólki sem við treystum að muni annast þá vel.

Myndir af hvolpunum með eigendum þeirra er að finna í myndabanka auk aðsendra mynda sem ég set inn jafnóðum og þær berst.

Smellið á myndina til að stækka.

 

Heimsókn í leikskóla

Þær Askja og Alísa fóru nýlega í heimsókn í leikskóla hér í bæ. Þær röltu á milli barnanna öruggar og yfirvegaðar enda umgengist börn frá fyrstu tíð.
Vizslur eru einstaklega barngóðar og eru þær systur þar engin undantekning. Þetta var frábær umhverfisþjálfun fyrir þær að hitta svo marga og ólíka einstaklinga.

Myndir frá heimsókninni er að finna í myndabanka auk nýrra hvolpamynda.

Holtabergs

Fyrir nokkru fengum við ræktunarnafnið Holtabergs samþykkt hjá FCI.
Hvolpunum hafa öllum verið gefin nöfn í ættbók en við ákváðum að nýjir
eigendur fengju að velja nöfnin á sína hvolpa. Hvolparnir heita:

Holtabergs Atlas
Holtabergs Apríl Lukka
Holtabergs Alísa
Holtabergs Astor
Holtabergs Askja
Holtabergs Amíra Fjóla

Atlas og Astor fóru á sunnudaginn til sinna eigenda en Apríl Lukka fer á sitt heimili
eftir páska. Systurnar Alísa, Askja og Amíra Fjóla verða áfram hjá okkur þar til við höfum
fundið þeim góð heimili.

Litlir orkuboltar

Hvolparnir eru orðnir 7 vikna gamlir, hreint ótrúlegt hvað tíminn líður fljótt. Þeir eru ákaflega mannelskir, elska börn og vilja mikla athygli. Þetta eru yfirvegaðir hvolpar sem hafa fram að þessu ekki kippt sér upp við neitt nýtt áreiti. Við erum að spila fyrir þá skemmtilegan geisladisk þar sem koma fyrir allskonar hljóð eins og byssuskot, flugeldar, bílahljóð og margt fleira. Þeir fara út að leika nokkrum sinnum á dag og fá líka að valsa um húsið og skoða. Það kemur svo sem ekki á óvart að þeir hlutir sem þeir mega ekki fara í eru mest spennandi. Stofan er þeirra svefnstaður enda enginn staður of góður fyrir svona gullmola.