Ljósmyndakeppni

Kæru Vizslueigendur.

Nú er að hefjast ljósmyndakeppni á www.vizsla.is
Ef þið viljið taka þátt þá vinsamlegast sendið mér sumarmyndir af Vizslunni ykkar á hildur@vizsla.is
Myndirnar verða síðan settar inn á myndabankann jafnóðum og þær berast, svo endilega fylgist með.
Einungis má senda inn tvær myndir af hverri Vizslu og mega þær ekki hafa birst áður.
Skilafrestur er til 15. ágúst. Verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin eru gefin af umboðsaðila Propac á Íslandi.
Sjá heimasíðu: www.propac.is.

Verðlaunin eru:

   1.    5 x stór nagbein, 1 x Smart Reward og Sportmix hundakex 1,8kg
   2.    1 x Smart Reward og Sportmix hundakex 1,8kg
   3.    Sportmix hundakex 1,8kg

Fenginn verður hlutlaus dómari og tekið skal fram að við Fífa eigum ekki möguleika á sæti.

Endilega allir að vera með.

Smellið hér til að skoða innsendar myndir.