Suðurnesjahundar gerðu það gott

myndSuðurnesjamenn eiga greinilega fallega hunda því þeir sópuðu að sér verðlaunum á sýningu Hundaræktarfélags Íslands sem haldin var á dögunum í reiðhöllinni í Víðidal.

Sýndir voru 760 hundar af 75 tegundum og er það mesta þátttaka sem verið hefur til þessa á sýningum félagsins.

Á meðal verðlaunahafa var m.a. Bulldog hundurinn Jaminic Jack Mystyle sem hlaut stig til íslensks meistara og svokallað Cacib og var valinn besti rakki sinnar tegundar. Eigandi hans er Ólöf Elíasdóttir í Garðinum. Cacib er stig til alþjóðlegs meistara. Bulldog tíkin Lovísa hlaut einnig stig til íslensks meistara ásamt því að fá Cacib og vera valin besti hundur í tegundinni. Lovísa er ræktuð úr Garðinum af Ólöfu Elísdóttur. Bulldog hvolpurinn Salka sem á ættir sínar að rekja til hunda Ólafar varð besti hvolpurinn í sinni tegund í ákveðnum aldursflokki. Ólöf er því greinilega með góð tök á ræktuninni.

Hundaræktun í Garði er greinilega stunduð af stakri fagmennsku því fleiri hundar þaðan voru sigursækir á sýningunni s.s. Labradortíkin Mistý sem er í eigu Þuríðar Sifjar Ævarsdóttur. Önnur Labradortík í eigu Mikkalínu Finnbjörnsdóttur hlaut verlaun einnig. Ungversk Vizslu tík í eigu Hildar Vilhelmsdóttur, tveir

FífaBasset hundar í eigu Súsönnu Poulsen, Schefer hvolpur í eigu Auðar Eyberg Helgadóttur og Cavalier
hvolpur í eigu Kolbrúnar Þórlindardóttur.

Keflavíkurhundar voru líka að gera það gott en á meðal verðlaunahafa voru Golden Retriver tík í eigu Sigríðar Bíldal, Cavalier King Charles Spaniel hvolpur í eigu Bryndísar Arnþórsdóttir og Chiuhuahua hvolpur í eigu Önnu Ránar Árnadóttur. Suðurnesjamenn áttu þriðja besta hund sýningar og þriðja besta hvolp sýningar.