Veiðipróf FHD

Síðasta veiðipróf vorsins hjá Fuglahundadeild fór fram í dag. Prófstjóri tók það sérstaklega fram að allar tegundir í tegundahópi 7 væru skráðar í prófið fyrir utan Gordon setter. Fífa tók þátt í dag en fékk ekki einkunn og var sett út eftir fyrsta slepp.  Ég var hins vegar ánægð með Fífu og sýndi hún mér mun meira en ég átti von á. Við Fífa höldum áfram að æfa  þó ekki fyrir veiðipróf heldur einfaldlega okkur til ánægju. Margir góðir hundar voru í prófinu í dag sem gaman var að fylgjast með.   Hægt er að nálgast úrslit á heimasíðu FHD:  http://www.fuglahundadeild.is/

Myndir frá prófinu