50 ára afmælissýning HRFÍ

25. ágúst 2019
Tvöföld 50 ára afmælissýning HRFÍ var haldin dagana 24.-25. ágúst. Veca tók þátt í sinni fyrstu sýningu hér á landi og gekk mjög vel. Fyrri daginn var NKU Norðurlandasýning og seinni daginn var Alþjóðleg sýning. Á Norðurlandasýningunni varð Veca Besta tík, Annar Besti hundur tegundar með íslenskt og norðurlanda meistarastig. Daginn eftir gerði hún enn betur og varð Besti hundur tegundar með Alþjóðlegt meistarastig og hlaut 3. sæti í Tegundahópi 7! Við gætum ekki verið stoltari af þessari yndislegu tík sem heillaði svo marga gesti sýningarinnar með hlýju sinni og dásamlegri nærveru. Hugo sonur Oportós varð Besti hundur tegundar fyrri daginn og hlaut 1. sæti í Tegundahópi 7.  Enn ein snilldar sýning hjá þessu gullfallega hundi. Einnig var sýnd innflutt tík frá Rússlandi, Tina Trading Kleo Kvadra og gekk henni mjög vel.

Úrslit sýningarinnar má finna hérna fyrir neðan.