Veca besti hundur prófs

29. júlí 2019
Þann 27. og 28. júlí var haldið sækipróf á vegum Fuglahundadeildar HRFÍ. Boðið var upp á hefðbundið sækipróf og einnig meginlandshundapróf eftir íslenskum reglum sem nýlega voru samþykktar. Veca var skráð í sækipróf fyrir meginlandshunda og stóð sig mjög vel. Hún fékk 10 báða dagana fyrir vatnavinnu og spor, auk þess sem hún var valin Besti hundur prófs í sínum flokki fyrri daginn. Frábær árangur hjá Vecu sem kom úr einangrun í byrjun júlí. Í prófinu tóku einnig þátt Embla, Vargur og Úlfur sem öll stóðu sig með mikilli prýði.

Dómari var Patrik Sjöström frá Svíþjóð.

Myndir frá æfingum og prófinu sjálfu má finna í myndabanka.