FeHoVa sýningin í Búdapest

7. febrúar 2019
FeHoVa er stór hunda- og veiðisýning sem haldin er í febrúar ár hvert í Búdapest.
Það er ekki á hverjum degi sem maður á hund í útlöndum og því fannst okkur upplagt tækifæri að fara út, hitta Vecu og sýna hana á sýningunni.
Það var yndislegt að hitta Vecu og fá að kynnast henni, svo mannblendin og hlý. Það var gaman að sjá hvað fólk heillaðist af persónuleika hennar.
Sýningin gekk vel, Veca hlaut 2. sæti í unghundaflokki báða dagana með frábæra dóma.

Dómarar voru: Erdös László frá Ungverjalandi og Lokodi Csaba Zsolt frá Rúmeníu.

Myndina tók Lúkas Fábry

Myndir frá sýningunni er að finna í myndabanka