Hugo Besti hundur prófs

23. ágúst 2018
Hugo tók þátt í Kaldaprófinu sem haldið var þann 27. og 28. apríl fyrir norðan og hlaut hann 3. einkunn báða dagana. Hann var auk þess valinn Besti hundur prófs fyrri daginn. Frábær árangur hjá Hugo!
Dómarar voru Andreas Björn og Ronny Hartviksen frá Noregi og Svafar Ragnarsson frá Íslandi.
Leiðendur voru eigendur Hugos þau Elín Þorsteinsdóttir og Ragnar Már Þorgrímsson og óskum við þeim innilega til hamingu með árangurinn.