Sumarsýning HRFÍ 2018

Hafnarfjörður 8. - 10. júní 2018
Reykjavík Winner/ NKU Norðurlandasýning og Alþjóðleg sýning var haldin í mikilli rigningu á Víðistaðatúni í Hafnarfirði dagana 8.-10. júní. Tveir vizsluhvolpar úr ræktun Eddu Sigurðardóttur voru sýndir á hvolpasýningunni og hlutu Heiðursverðlaun. Tvær vizslur voru sýndar í fyrsta skipti í Opnum flokki en það voru systkinin Æsir og Freyja. Freyja gerði sér lítið fyrir fyrri daginn og varð RW-18, hlaut Íslenskt og Norðurlanda meistarastig og endaði sem Annar Besti hundur tegundar. Eigendur hunda úr ræktun Árna Gunnars Gunnarssonar fengu umboð hans til að sýna í ræktunarhóp og varð hópurinn Besti ræktunarhópur sýningar seinni daginn, allt afkvæmi Jarðar Heru og Oportós.
Oportó og afkvæmi hlutu 3. sæti í Besti afkvæmahópur sýningar, báða dagana.
Aðal stjarnan, Hugo varð Besti hundur tegundar báða dagana og hlaut 2. sæti í tegundahópi 7 fyrri daginn og 1. sæti seinni daginn, alveg magnaður árangur hjá Hugo sýningu eftir sýningu.
Úrslit sýninganna má finna hérna fyrir neðan.

Sjá myndir frá sýningunum í myndabanka