Hugo stigahæstur 2017

Fuglahundadeild Hundaræktarfélags Íslands veitir viðurkenningar árlega fyrir stigahæstu hunda deildarinnar á sýningum og í veiðiprófum.
C.I.E. ISShCh RW-15-17  NLW Loki (Hugo) var heiðraður sem stigahæsti hundur FHD á sýningum  árið 2017. Hugo varð einnig 2. stigahæstur hundur yfir allar sýningar á árinu hjá Hundaræktarfélagi Íslands sem er alveg magnaður árangur. Innilegar hamingjuóskir Ella og Raggi með þennan glæsilega árangur Hugos!
Hugo er undan Jarðar Heru og Oportó, ræktaður af Árna Gunnari Gunnarssyni