Emblu hvolpar

6. desember 2017
Þá er Oportó okkar orðinn afi en Embla dóttir hans gaut 4 heilbrigðum og gullfallegum hvolpum núna í lok nóvember. Embla hefur verið sýnd á sýningum HRFÍ með frábærum árangri auk þess að vera með 1. einkunn í sækiprófi. Eigandi Emblu er Edda Sigurðardóttir. Faðir hvolpanna er Fieldpoint Aura, Börkur, innfluttur rakki frá Bretlandi í eigu Unnar Mílu Þorgeirsdóttur.

Við óskum þeim stöllum innilega til hamingju með þessa flottu viðbót í stofninn okkar og hlökkum til að fylgjast með hvolpunum í framtíðinni : )