Hugo 3. Best in show!

Haustsýning 24.september 2017
Enn og aftur sýndu Ungverskar vizslur frá okkur frábæran árangur á Haustsýningu HRFÍ.   Hugo sonur Oportós vann tegundahóp 7 og hlaut 3. sæti í BESTI HUNDUR SÝNINGAR!  Oportó hlaut 4. sæti í BESTI ÖLDUNGUR SÝNINGAR og er nú sem komið er stigahæðsti öldungur ársins 2017 á sýningum HRFÍ . Úrslit um stigahæðsta öldung ársins munu ekki ráðast fyrr en á síðustu sýningu ársins í nóvember.
Fjóla varð Besta tík tegundar og fékk sitt síðasta Alþjóðlega meistarastig. Oportó og Fjóla tóku síðan þátt í parakeppni og hlutu 1. sæti í BESTA PAR SÝNINGAR!  Hugo og Fjóla fengu einnig þátttökurétt á CRUFTS 2018

Börkur nýinnflutti rakkinn var  líka sýndur á sýningunni og stóð sig vel, fékk íslenskt meistarastig og v-alþjóðlegt meistarastig.

Dómari í tegund og grúbbu 7:  Rune Fagerström frá Finnlandi
Dómari í Besta par sýningar: Christine Rossier frá Sviss
Dómari í Besti öldungur sýningar: Nina Karlsdotter frá Svíþjóð
Dómari í Besti hundur sýningar: Torbjörn Skaar frá Svíþjóð

Nánari úrslit hérna fyrir neðan