Oportó með 1. einkunn á sækiprófi FHD

20. ágúst 2017
C.I.E. SLO CH ISShCh ISVet Ch RW-14-16 Vadászfai Oportó gerði sér lítið fyrir og hlaut 1. einkunn í opnum flokki í sækiprófi Fuglahundadeildar HRFÍ þann 12. ágúst s.l. Hann hlaut 9 fyrir leita og sækja, 8 fyrir vatnavinnu og 10 fyrir spor. Frábær árangur hjá þessum yndislega hundi sem er að gefa bæði falleg og hæfileikarík afkvæmi, en þess má geta að þau afkvæmi hans sem mætt hafa í veiðipróf hafa öll hlotið einkunnir.
Dómari var Patrik Sjöström frá Svíþjóð

Afkvæmi Oportós sem hlotið hafa einkunnir:
ISShCh RW-13 Holtabergs Amíra Fjóla, 1. einkunn í unghundaflokki í sækiprófi FHD
Holtabergs Atlas, 2. einkunn í unghundaflokki í sækiprófi Vorstehdeildar
C.I.E. ISShCh RW15-17, NLM Loki (Hugo) 3. einkunn í opnum flokki í  veiðiprófi fyrir standandi fuglahunda
C.I.E. ISShCh RW13-17 Embla 1. og 2. einkunn í opnum flokki, á tvöföldu sækiprófi FHD og Vorstehdeildar