Ummæli dómara í Sámi

20. ágúst 2017
Eftir hverja sýningu Hundaræktarfélags Íslands eru tekin viðtöl við dómara sem birtast í Sámi, blaði Hundaræktarfélags Íslands. Það er einstaklega gleðilegt þegar að dómarar nefna sérstaklega og hrósa tegundinni okkar. Sámur kom út í  júní s.l. og þar var að finna  ummæli dómara um ungversku vizsluna frá Alþjóðlegu sýningunni í nóvember 2016 og Alþjóðlegu Norðurljósasýningunni í mars 2017

George Schogol frá Georgíu
"Ræktendur ungverskrar vizslu á Íslandi mættu vera stoltir því þeir væru greinilega á réttri leið í ræktun, tegundin hafi verið samleit og af réttri tegundagerð"

Attila Czeglédi frá Ungverjalandi
  Hrifinn af vizslunni
"Attila Czeglédi vildi byrja á því að hrósa þjóðarhundinum sínum, ungverskri vizslu. Hann hefði séð tvo hunda, ungan rakka og öldungsrakka og komu gæðin honum virkilega vel á óvart. Ungi rakkinn vann tegundahóp 7 og öldungurinn varð annar besti öldungur sýningar, báðir virkilega tegundatýpískir af réttri týpu upprunalandsins, höfðu
góðar hreyfingar með falleg höfuð. Hann sagði virkilega mikilvægt að byrja ræktun
tegundar vel þegar ný tegund væri flutt til landsins því ef eitthvað vantaði upp á í
upphafi gæti reynst erfitt að rækta það til betri vegar síðar."