Embla með 1. einkunn á sækiprófi FHD

14. júlí 2017
Sækipróf Fuglahundadeildar HRFÍ var haldið dagana 8. - 9. júlí. Að þessu sinni tók ungverska vizslan Embla þátt báða dagana og hlaut 2. einkunn fyrri daginn og  
1. einkunn seinni daginn. Embla er fyrsta vizslan hér á landi til að hljóta einkunn í Opnum flokki á sækiprófi. Frábær árangur hjá Emblu sem er undan Oportó okkar og Jarðar Heru. Eigandi Emblu er Edda Sigurðardóttir og óskum við henni innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.

Dómari: Dag Teien frá Noregi