Sumarsýning HRFÍ

24 - 25. júní 2017
Tvöföld útisýning Hundaræktarfélags Íslands var haldin í Víðidal helgina 24. - 25. júní. Reykjavík Winner fyrri daginn og Alþjóðleg sýning seinni daginn. Þessar sýningar verður lengi í minnum haft vegna frábærs árangurs. Oportó, Fjóla, Hugo og Embla voru mættar til leiks en þessar 4 vizslur hafa haldið uppi heiðri vizslunnar á sýningum undanfarin ár. Hugo varð Besti hundur tegundar báða dagana og Embla Annar besti hundur tegundar. Í úrslitum í tegundahópi 7 hlaut Hugo 2. og 1. sæti. Oportó var sýndur með afkvæmum sínum og fékk afkvæmahópurinn 1. sæti báða dagana. Í úrslitum um Besta öldung sýningar hlaut Oportó 4. sæti báða dagana. Alveg afbragðs góður árangur og enn og aftur viðurkenning á því hvað gæðin í þessum fjórum vizslum eru mikil : )
Eigendum Emblu og Hugos, þeim Eddu Sigurðardóttur og Ragnari Má og Ellu, óskum við innilega til hamingju með árangurinn.
Nánari úrslit eru hér fyrir neðan og myndir í myndabanka undir Reykjavík winner 2017
og Alþjóðleg sýning 2017