Hugo með 3. einkunn

1. júní 2017
Hugo náði þeim frábæra árangri að landa 3. einkunn á Kaldaprófinu svokallaða sem haldið var norðan heiða dagana 5. - 7. maí og er það í fyrsta skipti sem vizsla nær einkunn í heiðarprófi fyrir standandi fuglahunda hér á landi. Dómari var Guðjón Arinbjarnarson.  Við óskum eigendum Hugos, þeim Ragnari Má og Ellu innilega til hamingju með árangurinn.

Einungis 5 vizslur hafa tekið þátt í standandi fuglahundaprófi hérlendis þar sem dæmt er eftir norskum reglum en það eru Hugo, Jarðar Bassi, Jarðar Fífa, Tara frá Selfossi og Ljóni. Í gagnagrunni Fuglahundadeildar er hægt að skoða sundurliðaðan árangur þessara hunda í veiðiprófum.  http://fuglahundadeild.is/ListHundarLeit.aspx