Meginlandshundapróf

6. maí 2017
Kynningarnámskeið og meginlandshundapróf var haldið á vegum Fuglahundadeildar HRFÍ dagana 14. - 16. apríl. Kennari á námskeiðinu og dómari í prófinu var Dag Teien veiðiprófsdómari sem dæmdi prófið eftir sænskum reglum SKF klúbbsins. Það var áhugavert að heyra kynningu Dag á meginlandshundaprófinu og athyglisvert að eingöngu í Noregi og á Íslandi eru meginlandshundar og eyjahundar látnir hlaupa saman í prófi. Þrjár vizslur tóku þátt í viðburðinum.  Það voru Holtabergs Amíra Fjóla, Embla og Börkur. Óhætt er að segja að þessi viðburður hafi verið okkur hvatning til að halda áfram að æfa af enn meiri krafti og vonandi mætum við aftur hressar í meginlandshundapróf að ári.

Myndir frá viðburðinum og æfingagöngum er að finna í myndabanka