C.I.E. ISShCh Holtabergs Alísa

15. apríl 2017
C.I.E. ISShCh Holtabergs Alísa hefur hlotiið titilinn Alþjóðlegur sýningameistari. Alísa er undan Fífu okkar og Oportó, og sú fyrsta af systkinunum til að hljóta titilinn.   

Til að verða Alþjóðlegur sýningameistari þarf hundur að hljóta fjögur Alþjóðleg meistarastig (CACIB) á fjórum alþjóðlegum sýningum frá dómurum af a.m.k. þremur þjóðernum frá FCI aðildarlöndum. Að minnsta kosti eitt ár verður að líða frá því að hundur fær sitt fyrsta stig og til þess fjórða.

Við erum ákaflega stolt af Alísu okkar og viljum óska eigendum hennar, Hauki Baldvinssyni og fjölskyldu á Selfossi, innilega til hamingju.