Oportó Veterian BIS2 - Hugo BIG1

Reykjavík 4. mars 2017
Alþjóðleg sýning Hundaræktarfélags Íslands fór fram helgina 4. -5. mars. Í þetta sinn voru þrjár vizslur sýndar, Oportó, Fjóla og Hugo. Frábær sýning sem verður lengi í minnum haft vegna frábærs árangurs Oportós og Hugos sonar hans. Oportó gerði sér lítið fyrir og varð 2. Besti öldungur sýningar hjá dómaranum Attila Czeglédi frá Ungverjalandi. Hugo hlaut 1. sæti í sterkum tegundahópi 7. Það er gaman að segja frá því að Attila var mjög heillaður af þeim feðgum og þótti mikið til þess koma að sjá hunda í slíkum gæðum á Íslandi. Eftir úrslit í Besti öldungur sýningar vildi Attila láta mynda sig með Oportó, þjóðarhundi sínum og smellti síðan kossi á hann að skilnaði. Daginn eftir skrifaði hann færslu á facebook síðu sína þar sem hann segir frá því, að hann hafi séð tvær vizslur á Íslandi sem báðar gætu verið meistarar í Ungverjalandi :)

Opinn flokkur rakkar
C.I.E. ISShCh RW-15 NLW-15 Loki (Hugo), Excellent, meistaraefni, CACIB, BOB, BOG-1
Öldungaflokkur rakkar
ISVetCh C.I.E. SLO CH ISShCh RW 14-16 Vadászfai Oportó, Excellent, Veterian BIS-2
Opinn flokkur tíkur
ISShCh RW-13 Holtabergs Amíra Fjóla, Excellent

Dómari: Hannele Jokisilta frá Finnlandi
Dómari í Besti öldungur sýningar: Attila Czeglédi frá Ungverjalandi