Oportó Íslenskur öldungameistari

30. nóvember 2016
Oportó heldur áfram að bæta á sig titlum og að þessu sinni er það titilinn Íslenskur öldungameistari.  Til að hljóta  öldungameistaranafnbótina ISVetCh þarf  hundur að fá þrjú  öldungastig  frá þremur mismunandi dómurum.  Oportó er fyrsta vizslan hér á landi til að hljóta titilinn og erum við ákaflega stolt af stráknum sem er kominn með nokkuð marga titla framan við nafnið sitt.
C.I.E. SLO CH ISShCh RW-14 RW-16 ISVetCh Vadászfai Oportó varð 8 ára gamall síðasta sumar og finnum við lítinn mun á honum frá því við sóttum hann til Ungverjalands 2 ára gamlan. 
Vonandi eigum við eftir að fá að njóta þessa öðlings í mörg ár til viðbótar.