Nóvembersýning 2016

12. nóvember 2016
Á nóvembersýningu HRFÍ voru alls 7 vizslur skráðar sem verður að teljast mjög gott miðað við þátttöku undanfarin ár.  Ein vizsla mætti ekki þannig að þær voru 6 sem fengu dóm þennan dag.  Þetta voru allt afkvæmi Oportós okkar og hvert öðru fallegra.  Það var föngulegur hópur sem fylgdi Oportó í afkvæmahóp, en hópurinn hlaut heiðursverðlaun og 3. sæti í Besti afkvæmahópur dagsins.  Vakti  hópurinn mikla athygli enda ekki á hverjum degi sem svo margar vizslur eru mættar á sýningu.  Hugo var valinn Besti hundur tegundar og hlaut 4. sæti í tegundahópi 7.   Embla fékk sitt síðasta Alþjóðlega meistarastig og var valin Annar besti hundur tegundar. Fjóla okkar fékk Vara alþjóðlegt meistarastig og  Oportó  síðasta öldunameistarastigið.   Það var okkur mikil ánægja að hafa Holtabergs Öskju á sýningunni en hún er undan Fífu okkar og Oportó.  Þetta var hennar fyrsta sýning og stóð hún sig mjög vel.  Vonandi fáum við að sjá meira af þessari fallegu tík á sýningum HRFÍ.  Kjarrhóla Krafla stóð sig einnig vel, falleg og ljúf tík sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni.

Úrslit sýningar má sjá hérna fyrir neðan.

Smellið á myndina til að stækka