C.I.E. ISShCh Jarðar Fífa 2005 - 2016

4. nóvember 2016
Fífa okkar lést þann 28. október s.l. eftir að hafa greinst með krabbamein í kviðarholi.  Að mati lækna var ekki annað í stöðunni en að leyfa henni að sofna svefninum langa.  Það er búið að ríkja mikil sorg á heimilinu og svo ótrúlega tómlegt að hafa hana ekki nærri.  Fífa kenndi okkur svo margt og var svo mikilvæg í öllu sem við gerðum.  Fífa var flottur sýningahundur á sínum yngri árum, varð Íslenskur og Alþjóðlegur sýningameistari.  Við æfðum hlýðni og tók Fífa Bronspróf í hlýðni.  Við æfðum mikið saman í heiðinni og átti hún marga góða spretti þar, hafði gott nef og stöðugan stand.  Hún var fyrsta vizslan hérlendis til að taka þátt í veiðiprófi á heiði.  Þegar ákveðið var að við vildum rækta undan henni kom ekki annað til greina en að fá rakka að utan.  Fífa eignaðist 6 hvolpa með Oportó sem hafa verið sigursælir á sýningum og sýnt árangur í veiði, en fyrst og fremst reynst frábærir fjölskylduhundar.  Fífu er sárt saknað, ekki síst af yngstu fjölskyldumeðlimum sem hafa alist upp með henni í rúm 11 ár.  Hennar verður ávallt minnst sem frábærum félaga og vini sem var ávallt til staðar og gerði heiminn betri.   Hún var einfaldlega sá allra besti félagi sem hægt var að hugsa sér.

Fleiri myndir af Fífu er m.a. að finna hérna: http://www.vizsla.is/node/71