Stórhundadagar í Garðheimum

10. október 2016
Stórhundadagar í Garðheimum er orðinn árlegur viðburður, en þá fá deildir innan Hundaræktarfélags Íslands tækifæri til að kynna tegundir sínar. Fuglahundadeild hefur undanfarin ár verið með glæsilegan bás í Garðheimum og kynnt þar fuglahunda sem tilheyra tegundahópi 7. Oportó og Kjarrhóla Krafla dóttir hans, sem er í eigu Axels Jóns Fjeldsted, voru í básnum fyrir hönd Ungversku vizslunnar og vöktu verðskulda athygli. Það var mikið spurt um tegundina, væntanleg got, innflutning og margt fleira. Mér þótti einkar ánægjulegt að heyra hvað margir fara inn á þessa síðu til að fylgjast með okkar frábæru tegund.
Takk fyrir innlitið allir :)

Nokkrar myndir frá kynningunni í myndabanka