Oportó og afkvæmi 1. sæti

4. september 2016
Flottur árangur hjá Ungversku vizslunni á Haustsýningu HRFÍ að vanda. Oportó og afkvæmi hans, Fjóla, Hugo og Embla urðu í 1. sæti í Besti afkvæmahópur dagsins. Held bara að þessi hópur hafi alltaf fengið sæti í úrslitum og tvisvar sinnum það fyrsta. Hugo var valinn Besti hundur tegundar með Alþjóðlegt meistarastig og hlaut 4. sæti í tegundahópi 7. Embla varð Annar besti hundur tegundar með Alþjóðlegt meistarastig. Oportó og Fjóla voru sýnd í parakeppni og fengu heiðursverðlaun. Oportó var sýndur í öldungaflokki og fékk heiðursverðlaun.

C.I.E ISShCh SLOCh RW-16 RW-14 Vadászfai Oportó, Excellent, Heiðursverðlaun
ISShCh RW-15 NLW-15 Loki (Hugo), Excellent, Meistaraefni, Besti rakki, CACIB, BOB, BIG-4
ISShCh RW-16 NLW-15 Embla, Excellent, Meistaraefni, Besta tík, CACIB, BOS
ISShCh RW-13 Holtabergs Amíra Fjóla, Excellent, Meistaraefni, Besta tík II, vara-CACIB
Oportó og afkvæmi (Fjóla, Hugo og Embla), Heiðursverðlaun, Besti afkvæmahópur dagsins
Parakeppni, Oportó og Fjóla, Heiðursverðlaun

Dómari: Collette Muldoon frá Írlandi

Myndir frá sýningunni er að finna í myndabanka :)