Sumarsýning HRFÍ 2016

25. júlí 2016
Hin árlega útisýning, Reykjavík Winner og Alþjóðleg sýning HRFÍ var haldin helgina 22.-23. júlí í Víðidal. Á Reykjavík Winner sýninguna voru skráðar 4 vizslur, Oportó og þrjú afkvæmi hans, Fjóla, Hugo og Embla. Embla var valin Besti hundur tegundar og Oportó Annar besti hundur tegundar, hlutu þau bæði titilinn Reykjavík Winner 2016. Oportó fékk jafnframt öldungameistarastig en hann var sýndur í öldungaflokki í fyrsta skipti. Öldungaflokkur er fyrir hunda 8 ára og eldri. Í úrslitum í tegundahópi 7 hafnaði Embla í 4. sæti. Oportó var sýndur ásamt afkvæmum og fékk hópurinn Heiðursverðlaun og 4. sæti í Besti afkvæmahópur dagsins. Á Alþjóðlegu sýningunni voru Oportó, Hugo og Embla skráðar. Hugo var valinn Besti hundur tegundar og Embla varð Annar besti hundur tegundar. Þau hlutu bæði Alþjóðlegt meistarastig. Í úrslitum í tegundahópi 7 varð Hugo í 3. sæti. Oportó fékk sitt annað öldungameistarastig. Virkilega skemmtileg helgi og gaman að upplifa enn og aftur hvað við erum með hunda í góðum gæðum.  Eigendum Emblu og Hugos, þeim Eddu Sigurðardóttur og Ragnari Má og Ellu, óskum við innilega til hamingju með árangurinn.

Úrslit sýningarinnar má sjá hérna fyrir neðan

Myndir frá sýningunni er að finna í myndabanka