ISShCh Holtabergs Astor

12. febrúar 2016
Holtabergs Astor hefur hlotið titilinn Íslenskur sýningameistari og er þar með þriðji í röðinni til að hljóta titilinn af afkvæmum Fífu okkar og Oportós. Astor hefur átt góðu gengi að fagna á sýningum og hefur meðal annars unnið tegundahóp 7, þá aðeins 16 mánaða gamall. Við óskum eigendum hans, Pétri Erni Gunnarssyni og fjölskyldu, innilega til hamingju með frábæran árangur Astors.  Við erum ákaflega stolt af Astori og vonandi eigum við eftir að sjá hann sem oftast á sýningum HRFÍ í framtíðinni.