Hugo stigahæðstur 2015

30. janúar 2016
Stigahæðsti hundur Fuglahundadeildar yfir sýningar 2015, með miklum yfirburðum er enginn annar en Ungverska vizslan ISShCh NLW-15 RW-15 Loki (Hugo). Hugo er búinn að eiga frábært sýningarár eins og lesa má um hérna á síðunni.  Hugo er undan Oportó okkar og Jarðar Heru. Við óskum eigendum Hugos, Ragnari Má Þorgrímssyni og Elínu Þorsteinsdóttur sem og ræktanda hans, Árna Gunnari Gunnarssyni, innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.

http://www.fuglahundadeild.is/Sidur.aspx?ArticleID=1262