Umfjöllun í A kutya

23. desember 2015
Í lok október var ég beðin um að skrifa grein fyrir A kutya, sem er blað Ungverska hundaræktarfélagsins.  Í greininni segi ég frá því hvers vegna ég hafi heillast af Ungversku vizslunni, ferðalagi okkar til Ungverjalands til að sækja Oportó, ástæðuna fyrir því að við völdum að fá  rakka frá Ungverjalandi og góðan árangur Ungversku vizslunnar á Íslandi.   Vizsluræktendur bæði í Ungverjalandi og víðar er mikið í mun að standa vörð um hina upprunalegu og  sönnu Ungversku vizslu. Því þótti mörgum það merkilegt að við skildum leggja á okkur langt ferðalag og mikinn tilkostnað til þess að fá slíkan hund til Íslands. Víða í heiminum er verið að rækta mjög ótegundatípískar vizslur og tegundinni verið breytt töluvert bæði í útliti og eiginleikum.  Oportó þykir einkar glæsilegur hundur og það allra besta er að hann er að gefa stórglæsileg afkvæmi bæði í útliti og vinnu.  Greinin hefur að vísu  verið mikið stytt og blaðamaður gefur sér leyfi til að segja hlutina með sínum eigin orðum.  Við erum engu að síður afar stolt yfir að hafa fengið þessa umfjöllun og gaman að hróður íslensku vizslunnar berst út fyrir landsteinana.

Smellið á myndina til að stækka