ISShCh RW-15 NLW-15 Loki - Hugo

21. desember 2015
Það er búið að vera frábært að fylgjast með Hugo og Ellu í sýningahringnum á árinu sem er að líða.  Hugo er einn sá allra flottasti og gæti unnið hvar sem er í heiminum eins og einn af dómurum á sýningum HRFÍ kom að orði.  Hugo er undan Jarðar Heru og Oportó okkar.  Eigendur hans eru Ragnar Már Þorgrímsson og Elín Þorsteinsdóttir á Akureyri.  Sýningaárið byrjaði Hugo með því að hljóta  2. og 3. sæti í tegundahópi 7 sem er frábær árangur,  en eftir það var hann óstöðvandi og hlaut 1. sætið í tegundahópi 7  þrjár sýningar í röð sem verður að teljast alveg magnaður árangur.  Einnig hlaut hann  4. sæti í Besti hundur sýningar, varð Íslenskur sýningameistari og 9. stigahæðsti hundur ársins hjá HRFÍ!  Ótrúlega flottur árangur hjá ekki eldri hundi, en Hugo er rétt nýorðinn 2 ára gamall.  Við erum ótrúlega  stolt og montin yfir að hafa átt þátt í að skapa svona glæsilegan hund.  Hugo er einnig liðtækur veiðihundur og hefur fengið þjálfun sem slíkur hjá eigendum sínum.  Við viljum óska  Ragnari Má og Ellu sem og Árna Gunnari Gunnarssyni ræktanda hans,  innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur Hugos og vonandi eigum við eftir að sjá mikið af honum í framtíðinni.

Smellið á myndina til að stækka