Oportó sigurvegari tegundahóps 7

Nóvembersýning HRFÍ 2015
Sigurganga Ungversku vizslunnar heldur áfram á sýningum HRFÍ en að þessu sinni var það höfðinginn okkar hann Oportó sem varð Besti hundur tegundar og hlaut 1. sæti í tegundahópi 7. Holtabergs Astor og Hugo synir Oportós voru einnig sýndir og fengu góða dóma. Hugo er búinn að ná frábærum árangri á árinu og unnið þrisvar sinnum tegundahóp 7. Astor sem var sýndur eftir nokkurt hlé, fékk sitt síðasta Íslenska meistarastig og getur nú sótt um titilinn Íslenskur sýningameistari. Astor hefur einnig unnið tegundahóp 7 og má því segja að þrír af flottustu rökkum landsins hafi verið mættir til leiks. Holtabergs Amíra Fjóla var valin Besta tík og Annar Besti hundur tegundar með Alþjóðlegt meistarastig. Kjarrhóla Krafla varð önnur besta tík tegundar. Holtabergs Alísa var sýnd í Ungum sýnendum, gaman að sjá þessa flottu tík aftur í hringnum.
Oportó og afkvæmi hlutu 3. sæti í Besti afkvæmahópur dagsins.

Opinn flokkur rakkar
Holtabergs Astor, Excellent, Besti rakki II, CAC, V-CACIB
Meistaraflokkur rakkar
RW-15 NLW-15 Loki (Hugo), Excellent, Besti rakki III, Meistaraefni
C.I.E ISShCh SLOCh RW-14 Vadászfai Oportó, Excellent, Besti rakki I, CACIB, BOB, BOG-I
Opinn flokkur tíkur
Kjarrhóla Krafla, Excellent, Besta tík II
Meistaraflokkur tíkur ISShCh RW-13 Holtabergs Amíra Fjóla, Excellent, Besta tík I, BOS, CACIB
Oportó og afkvæmi(Astor, Hugo, Fjóla og Krafla) 3. sæti í Besti afkvæmahópur dagsins

Dómari: Annette Bystrup frá Danmörku

Myndir frá sýningunni er að finna í myndabanka