Fjóla heimsækir Gefnarborg

Ungverska vizslan er barngóður hundur þó ekki sé endilega mælt með henni
fyrir fjölskyldur með mjög ung börn því í allri gleðinni sem henni fylgir getur hún
fellt ungum  börnum um koll. Vizslurnar mínar hafa undanfarin ár farið í heimsókn í Leikskólann Gefnarborg í Garði. Fjóla fór í sína árlegu leikskólaheimsókn núna í september og var vel fagnað. Börnin fengu að klappa henni, fara með henni í göngutúr og fylgjast með henni vinna.
Við földum dummy í háu grasi sem hún fann og sótti fyrir börnin :)

Smellið á myndina til að stækka