Frábær árangur á Haustsýningu HRFÍ

Víðidalur 19. - 20. september 2015
Glæsilegur árangur Ungversku vizslunnar á Haustsýningu HRFÍ og sá allra besti frá upphafi. NLW-15 RW-15 Loki (Hugo) gerði sér lítið fyrir og vann tegundahóp 7 í þriðja skipti í röð og náði þeim frábæra árangri að hafna í 4. sæti í Besti hundur sýningar. Alveg magnaður árangur hjá þessum unga og glæsilega hundi. Oportó og Fjóla tóku þátt í parakeppni og hlutu 2. sæti í Besta par dagsins. Oportó og afkvæmi (Hugo, Fjóla og Embla) hlutu síðan 1. sæti í Besti afkvæmahópur dagsins og voru valin úr hópi sjö afkvæmahópa.

Opinn flokkur Rakkar
RW-15 NLW-15 Loki (Hugo), Excellent, CAC, CACIB - BOB, BIG-1.
4. sæti í Besti hundur sýningar, Crufts qualification 2016
Meistaraflokkur Rakkar
C.I.E ISShCh SLOCh RW-14 Vadászfai Oportó, Excellent, Besti rakki II, V-CACIB
Opinn flokkur Tíkur
Embla, Excellent, CAC, CACIB - BOS, Crufts qualification 2016
Meistaraflokkur Tíkur
ISShCh RW-13 Holtabergs Amíra Fjóla, Excellent, Besta tík II, V-CACIB

Dómari: Michael Leonard frá Írlandi

Parakeppni
C.I.E ISShCh SLOCh RW-14 Vadászfai Oportó og ISShCh RW-13 Holtabergs Amíra Fjóla,
2. sæti í Besta par dagsins
Dómari: Lis-Beth C Liljeqvist frá Svíþjóð

Afkvæmahópur
C.I.E ISShCh SLOCh RW-14 Vadászfai Oportó og afkvæmi, 1. sæti í Besti afkvæmahópur dagsins
Dómari: Liz-Beth C Liljeqvist frá Svíþjóð

Besti hundur sýningar
RW-15 NLW-15 Loki (Hugo), 4. Besti hundur sýningar
Dómari: Liz-Beth C Liljeqvist frá Svíþjóð

Myndir frá sýningunni er að finna í myndabanka