Hugo tvöfaldur sigurvegari tegundahóps 7

Víðidalur 25. - 26. júlí 2015
Það er óhætt að segja að Hugo sem er sonur Oportós okkar og Jarðar Heru hafi komið séð og sigrað á tvöfaldri sýningu Hundaræktarfélags Íslands sem haldin var um helgina. Hugo var valinn Besti hundur tegundar, fékk titilinn Reykjavík winner og gerði sér lítið fyrir og vann tegundahóp 7 báða dagana. Frábær árangur og sá allra besti sem vizsla hefur unnið til á sýningum hér á landi. Við óskum Elínu Þorsteinsdóttur eiganda Hugos innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni.

Reykjavík winner 2015
NLW-15 Hugo, Excellent, meistaraefni, Besti rakki, Besti hundur tegundar, Íslenskt meistarastig, Reykjavík winner 2015, 1. sæti í tegundahópi 7
Dómari:Antonio Di Lorenzo frá Ítalíu

Alþjóðleg sýning
NLW-15 RW-15 Hugo, Excellent, meistaraefni, Besti rakki, Besti hundur tegundar, Íslenskt meistarastig, Alþjóðlegt meistarastig, 1. sæti í tegundahópi 7
Dómari: Stefan Sinko frá Slóveníu

Myndir frá sýningunni er að finna í myndabanka