Meistarastigssýning/Norðurljósasýning

Víðidalur 23. - 24. maí 2015
Tvö afkvæmi Jarðar Heru og Oportós okkar þau Hugo (Loki í ættbók) og Embla voru sýnd á tvöfaldri Meistarastigssýningu/Norðurljósasýningu HRFÍ. Á sýningunni gátu hundar hlotið Íslensk meistarastig báða dagana auk þess sem Besti hundur tegundar (BOB) og Annar besti hundur tegundar (BOS) báða dagana gátu hlotið titilinn NLW-15 (Northern lights winner - 15)
Hugo sem er í eigu Elínar Þorsteinsdóttur og Embla sem er í eigu Eddu Sigurðardóttur stóðu sig frábærlega vel og fengu bæði Íslensk meistarastig og Norðurljósatitilinn. Hugo gerði sér síðan lítið fyrir og fór í 2. og 3. sæti í tegundahópi 7

Meistarastigssýning
Hugo, Excellent, meistaraefni, Besti rakki, Besti hundur tegundar,  Íslenskt meistarastig, 3. sæti í tegundahópi 7
Embla, Excellent, meistaraefni, Besta tík, Annar Besti hundur tegundar, Íslenskt meistarastig.
Dómari: Harto Stockmari frá Finnlandi

Norðurljósasýning
Hugo, Excellent, meistaraefni, Besti rakki, Besti hundur tegundar, Íslenskt meistarastig, 2. sæti í tegundahópi 7, NLW-15
Embla, Excellent, meistaraefni, Besta tík, Annar Besti hundur tegundar, Íslenskt meistarastig, NLW-15
Dómari: Liliane De Ridder-Onghena frá Belgíu

Myndir frá sýningunni er að finna í myndabanka