Leikskólaheimsókn

Undanfarin ár hafa Vizslurnar okkar farið í heimsókn í leikskólann Gefnarborg í Garði.  Að þessu sinni fór Fjóla með börnunum á Hálsakoti í gönguferð út í náttúruna. 
Börnin fengu að klappa Fjólu og horfa á hana leita að dummy í háu grasi.  Þess á milli skokkaði Fjóla róleg við hlið barnanna sem nutu þess að fá að hafa hana með í ferðinni enda er hún með eindæmum barngóð og blíð.

Smellið á myndina til að stækka