Haustsýning HRFÍ

6. september 2014
Oportó og dóttir hans Sif héldu uppi heiðri Ungversku Vizslunnar á Haustsýningu HRFÍ. Þau eru glæsilegir fulltrúar sinnar tegundar og fengu bæði frábærar umsagnir dómarans Jo Schepers frá Hollandi. Sif sem einungis er 11 mánaða fékk sitt annað Íslenska meistarastig, gullfalleg tík undan Jarðar Heru og Oportó sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni. Eigandi Sifjar er Halldór S. Olgeirsson. Oportó var valinn Besti hundur tegundar og fékk Alþjóðlegt meistarastig.

C.I.E. SLO CH ISShCh RW-14 Vadászfai Oportó, Excellent, Meistaraefni, Besti hundur tegundar (BOB),Alþjóðlegt meistarastig, Crufts qualification 2015
RW-14 Sif, Excellent, Meistaraefni, Annar besti hundur tegundar (BOS), Íslenskt meistarastig, Crufts qualification 2015.

Dómari: Jo Schepers frá Hollandi

Nokkrar myndir frá sýningunni er að finna í myndabanka undir Haust 2014