Sækinámskeið FHD og Vorsteh deildar

5. júlí 2014
Við Oportó skelltum okkur á frábært 5 daga sækinámskeið sem haldið var á vegum Fuglahundadeildar og Vorstehdeildar HRFÍ. Kennarar voru hjónin Gunnar Gundersen og Elisabeth frá Noregi, http://www.kennelutennavn.com. Á námskeiðinu var farið yfir sókn á landi, sókn í vatni og sporavinnu. Oportó stóð sig mjög vel á námskeiðinu og eitt er víst að okkur á ekki eftir að leiðast í framtíðinni :)
Námskeiðið var styrkt af versluninni Bendi, www.bendir.is

Á námskeiðinu var líka sonur Oportós og Jarðar Heru, Æsir ásamt eiganda sínum Hlyni Hafsteinssyni.
Æsir stóð sig mjög vel svo eftir var tekið aðeins 10 mánaða gamall. Það er gaman að sjá hvað Oportó er að gefa afkvæmi sem eru bæði að standa sig vel í vinnu og á sýningum.

Smellið á myndina til að stækka.