Góð hreyfing og holl útivera

Fuglahundadeild stóð fyrir æfingagöngu sl. fimmtudag. Í gönguna voru tvær Vizslur mættar, Fífa og bróðir hennar hann Bassi sem býr á Akureyri. Eigandi Bassa er Fanney Harðardóttir. Bassi stóð sig með stakri prýði í göngunni en Fífa var frekar áhugalaus eins og hún er reyndar búin að vera í allan vetur. Vonandi lifnar yfir henni með hækkandi sól. Allir hundar í tegundahópi 7 eru velkomnir í göngurnar og er virkilega gaman að ganga í fallegu umhverfi, góðum félagsskap og leyfa eðli hundanna að njóta sín.

Hér eru nokkrar myndir frá göngunni