Bragur fallinn frá

8. júlí 2014
Vadászfai Lopakodó, Bragur er fallinn frá rúmlega 12 ára gamall. Bragur og tíkin Stemma voru fyrstu vizslurnar sem fluttar voru inn til landsins. Sigríður Erla Jónsdóttir og Emil Emilsson fluttu Brag inn frá Ungverjalandi og átti hann samtals 27 afkvæmi hér á landi. Bragur var sýndur á nokkrum sýningum HRFÍ og hlaut bæði Íslensk og Alþjóðleg meistarastig.
Við sendum eiganda Brags, Gunnari Gunnarssyni á Ólafsfirði samúðarkveðjur.

Smellið á myndina til að stækka.